Umsóknargögn 2011 – Tölfræðigreining

Safnaráð lét veturinn 2011-12 vinna tölfræðiupplýsingar úr umsóknargögnum ársins 2011. Þóra Björk Ólafsdóttir viðskiptafræðingur vann skýrsluna en hún var starfsnemi hjá safnaráði. Skýrsluna má nálgast hér.

Lesa meira

Úthlutun úr safnasjóði 2012

58 aðilar sóttu um styrki úr safnasjóði fyrir árið 2012. Heildarupphæð veittra styrkja var 110.320.000 kr. Veittar voru 47.700.000 kr. í rekstrarstyrki og 62.720.000 kr. í verkefnastyrki. 44 söfn hlutu rekstrarstyrki úr sjóðnum, en allir rekstrarstyrkir voru jafn háir.  53 söfn hlutu verkefnastyrki úr sjóðnum. Hér má sjá upplýsingar um úthlutunina.

Lesa meira

Farskóli safnmanna 2012

Farskóli safnmanna verður haldinn dagana 19. til 21. september á Akureyri. Dagskrá skólans og skráningareyðublað má nálgast hér.

Lesa meira

Íslensku safnaverðlaunin 2012 veitt

Íslensku safnaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum s.l. sunnudag og var það Menningarmiðstöð Þingeyinga sem hlaut verðlaunin fyrir nýja grunnsýningu í Safnahúsinu á Húsavík. Í umsögn valnefndar segir: Uppsetning sýningarinnar er þaulhugsuð og aðlaðandi. Sýningarrýmið er haganlega nýtt þannig að sýningargripir og textar vekja forvitni gesta. Sérkennum svæðisins og náttúrunýtingu eru gerð góð skil og á …

Lesa meira

Lög um menningarminjar

Frumvarp til laga um menningarminjar sem verið hefur í vinnslu allt frá árinu 2005 er nú orðið að lögum. Þau lög, ásamt nýjum safnalögum sem taka gildi um næstu áramót munu hafa ýmsar breytingar í för með sér fyrir safnastarf og minjavörslu í landinu. Á síðustu dögum vorþings 2012 varð frumvarp til myndlistarlaga einnig að …

Lesa meira

Skýrsla ríkisendurskoðunar um eftirfylgni

Út er komin hjá ríkisendurskoðun skýrsla um eftirfylgni við skýrslu stofnunarinnar frá 2009 Íslensk muna- og minjasöfn, nálgast má skýrsluna og önnur skjöl um efnið á heimasíðu ríkisendurskoðunar: hér.

Lesa meira

Íslensku safnaverðlaunin 2012

Í tilefni alþjóðlega safnadagsins 18. maí er tilkynnt um tilnefningar til Safnverðlaunanna 2012. Safnaverðlaunin eru veitt annað hvert ár safni sem þykir hafa skarað fram úr eða hafa á eftirtektarverðan hátt unnið úr þeim áskorunum sem söfn standa frammi fyrir. Þrjú söfn hljóta tilnefningu til verðlaunanna en þau hafa verið veitt að Bessastöðum á íslenska …

Lesa meira

Vorfundur Þjóðminjasafns Íslands 2012

Frummælendur: Staða safna og samvinna á sviði safnastarfs Úrval erinda er aðgengilegt hér: Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur á skrifstofu menningarmála, mennta- og menningarmálaráðuneyti. Ný lög, hvað fela þau í sér? (PDF skjal) Ólöf K. Sigurðardóttir. Formaður Íslandsdeildar ICOM. Siðareglur ICOM.(PDF skjal) Bjarni Guðmundsson. Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri. Næstu skref. (PDF skjal) Björg Erlingsdóttir. Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Staða safnamála …

Lesa meira