Umsóknir í safnasjóð 2013

Hægt verður að sækja um styrki í safnasjóð árið 2013 á heimasíðu safnasjóðs frá 1. mars næst komandi. Umsóknarfrestur verður til 26. mars 2013 Safnaráð úthlutar úr sjóðnum samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 og úthlutunar-reglum ráðsins frá 24. júní 2010.Til þess að geta sótt um rekstrarstyrk úr safnasjóði þarf safn að uppfylla skilyrði skv. ákvæðum 10. gr. …

Lesa meira

Nýtt safnaráð

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað safnaráð, samkvæmt nýjum safnalögum sem tóku gildi 1.janúar s.l. Megin hlutverk safnaráðs er að hafa eftirlit með safnastarfsemi, vinna að stefnumörkun um safnastarf, fjalla um stofnskrár og viðurkenningar safna og veita umsagnir um styrkumsóknir úr safnasjóði. Safnaráð er þannig skipað: Ólafur Kvaran formaður, skipaður af ráðherra mennta- og menningarmála án …

Lesa meira

Framhaldsaðalfundur FÍSOS

Stjórn FÍSOS boðar til framhaldsaðalfundur þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í Kornhúsinu, Árbæjarsafni Dagskrá fundar: 1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2.   Hækkun félagsgjalda. 3.   Nýútkomin skýrsla vinnuhóps um breytingar og endurmat á FÍSOS kynnt.           Umræður. 4.   Farskóli FÍSOS 2013 og 2014. 5.   …

Lesa meira

Upptökur frá 118. fundi safnaráðs

Þann 6. desember s.l. var 118. fundur safnaráðs haldinn í Þjóðminjasafni Íslands. Fundurinn var öllum opinn og voru þar flutt erindi um starfsemi safnaráðs frá 2001, rekstur safna og breytingar þær sem verða á safnamálum nú um áramótin. Safnaráð lét taka erindin upp og eru upptökurnar aðgengilegar hér fyrir neðan: Dagskrá fundar:   15:00 Margrét …

Lesa meira

118. fundur safnaráðs

Safnaráð boðar til 118. fundar ráðsins – síðasta fundar sitjandi ráðs. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 6. desember  kl. 15 -17 og er öllum opinn. Dagskrá fundarins: 15:00 Margrét Hallgrímsdóttir formaður safnaráðs býður gesti velkomna. 15:10 Starfsemi safnaráðs  frá 2002-2012, Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs 15:30 Rekstur safna sem njóta styrks úr safnasjóði. …

Lesa meira

Yfirlit yfir úthlutanir úr safnasjóði

Safnaráð hefur látið vinna samantekt á úthlutunum úr safnasjóði frá fyrstu úthlutun árið 2002 til ársins 2012. Hér má sjá yfirlit yfir úthlutanir og umsónir. Alls hefur ráðið úthlutað tæpum 830 milljónum á þessum tíu árum. Yfirlitið má sjá hér.

Lesa meira

Umsóknargögn 2011 – Tölfræðigreining

Safnaráð lét veturinn 2011-12 vinna tölfræðiupplýsingar úr umsóknargögnum ársins 2011. Þóra Björk Ólafsdóttir viðskiptafræðingur vann skýrsluna en hún var starfsnemi hjá safnaráði. Skýrsluna má nálgast hér.

Lesa meira

Úthlutun úr safnasjóði 2012

58 aðilar sóttu um styrki úr safnasjóði fyrir árið 2012. Heildarupphæð veittra styrkja var 110.320.000 kr. Veittar voru 47.700.000 kr. í rekstrarstyrki og 62.720.000 kr. í verkefnastyrki. 44 söfn hlutu rekstrarstyrki úr sjóðnum, en allir rekstrarstyrkir voru jafn háir.  53 söfn hlutu verkefnastyrki úr sjóðnum. Hér má sjá upplýsingar um úthlutunina.

Lesa meira

Farskóli safnmanna 2012

Farskóli safnmanna verður haldinn dagana 19. til 21. september á Akureyri. Dagskrá skólans og skráningareyðublað má nálgast hér.

Lesa meira

Íslensku safnaverðlaunin 2012 veitt

Íslensku safnaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum s.l. sunnudag og var það Menningarmiðstöð Þingeyinga sem hlaut verðlaunin fyrir nýja grunnsýningu í Safnahúsinu á Húsavík. Í umsögn valnefndar segir: Uppsetning sýningarinnar er þaulhugsuð og aðlaðandi. Sýningarrýmið er haganlega nýtt þannig að sýningargripir og textar vekja forvitni gesta. Sérkennum svæðisins og náttúrunýtingu eru gerð góð skil og á …

Lesa meira