Viðurkenning safna

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 18. desember 2013 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins 39 söfnum viðurkenningu. Viðurkennd söfn eru:

 • Byggðasafn Árnesinga
 • Byggðasafn Borgarfjarðar
 • Byggðasafn Hafnarfjarðar
 • Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
 • Byggðasafn Reykjanesbæjar
 • Byggðasafn Skagfirðinga
 • Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
 • Byggðasafn Vestfjarða
 • Byggðasafnið Görðum, Akranesi
 • Byggðasafnið Hvoll, Dalvík
 • Byggðasafnið í Skógum
 • Flugsafn Íslands
 • Gljúfrasteinn – hús skáldins
 • Grasagarður Reykjavíkur
 • Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
 • Heimilisiðnaðarsafnið
 • Hönnunarsafn Íslands
 • Landbúnaðarsafn Íslands ses.
 • Listasafn ASÍ
 • Listasafn Árnesinga
 • Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn
 • Listasafn Reykjanesbæjar
 • Listasafn Reykjavíkur
 • Ljósmyndasafn Reykjavíkur
 • Menningarmiðstöð Hornafjarðar
 • Menningarmiðstöð Þingeyinga
 • Minjasafn Austurlands
 • Minjasafn Egils Ólafssonar
 • Minjasafn Reykjavíkur
 • Minjasafnið á Akureyri
 • Náttúrufræðistofa Kópavogs
 • Nýlistasafnið
 • Sagnheimar, byggðasafn
 • Síldarminjasafn Íslands ses.
 • Sæheimar Fiskasafn
 • Tónlistarsafn Íslands
 • Tækniminjasafn Austurlands
 • Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík

Ákvörðun ráðherra um viðurkenningu safnsins er ótímabundin, en ráðherra getur afturkallað viðurkenningu safns að fenginni tillögu safnaráðs telji ráðið að safnið uppfylli ekki lengur skilyrði viðurkenningar.

Viðurkenndum söfnum ber að starfa í samræmi við ákvæði safnalaga og skilyrði reglugerðar um viðurkenningu safna. Safnaráð hefur lögum samkvæmt eftirlit með safnastarfsemi í landinu.