Viðurkenning safna

Á 128. fundi sínum þann 18. desember s.l. samþykkti safnaráð tillögu um viðurkenningu safna. Hún hefur nú verið send mennta- og menningarmálaráðherra sem samkvæmt lögum tekur endanlega ákvörðun um viðurkenningar safna. Um leið og ráðherra hefur tekið ákvörðun verður niðurstaðan kynnt þeim söfnum sem sóttu um viðurkenningu.