Hertar aðgerðir frá hádegi 31. júlí – 100 manna hámark og 2ja metra reglan tekin upp á ný

Upplýsingar til safna og gesta þeirra vegna hertra aðgerða Á hádegi þann 31. júlí næstkomandi taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Hertar aðgerðir fela meðal annars í sér: Takmörkun á fjölda …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2020 – flýtt úthlutun vegna COVID-19

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr. …

Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2020

UPPFÆRT: UMSÓKNARFERLI ER LOKIÐ Opnað hefur verið fyrir umsóknir úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Í aukaúthlutun safnasjóðs geta eingöngu viðurkennd söfn sótt um styrk, ekki er tekið á móti umsóknum frá …

Lesa meira

Könnun til viðurkenndra safna og ríkissafna um COVID-19 og söfn

Áhrif COVID-19 eru mikil á starfsemi safna. Sem dæmi horfast söfn í augu við tekjufall vegna færri gesta, lokanir, breytingar á áætlunum, breytingu á starfshögum og jafnvel fækkun starfsfólk. Til að gera safnaráði kleift að meta þá erfiðleika sem söfn og starfsfólk standa frammi fyrir, er safnaráð nú í samstarfi við FÍSOS, ICOM á Íslandi …

Lesa meira

Tilslökun á samkomubanni

Tilslökun á samkomubanni og möguleg opnun safna Breyttar reglur um takmarkanir á samkomum tóku gildi frá 4. maí, sjá á vefsíðu covid.is. Í því felst að söfn geta opnað fyrir gestum sínum á ný. Reglur um fjöldatakmörk (50 manns) og um tveggja metra nálægðarmörk eiga þó við og ber söfnum að virða þau skilyrði. Söfn …

Lesa meira

Veggspjald til prentunar fyrir söfn vegna lokunar í kjölfar COVID-19

Frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars þurfa öll söfn að loka dyrum sínum til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Safnaráð hefur útbúið veggspjald (sjá PDF útgáfu hér og JPG útgáfu hér) sem söfn geta prentað út og hengt í glugga safnsins vegna lokunar safnsins ef það hentar. Textinn er byggður á þeim textum sem …

Lesa meira

Úthlutað úr aðalúthlutun 2020 úr safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020 Í aðalúthlutun safnasjóðs 2020 bárust sjóðnum 200 umsóknir frá 50 aðilum, frá 45 viðurkenndum söfnum og 5 öðrum aðilum. 177 umsóknir bárust um styrki til eins árs að heildarupphæð 275.469.165 kr. og 23 Öndvegisumsóknir bárust að heildarupphæð fyrir árið 2020 kr. 80.325.500 og fyrir allan styrktímann …

Lesa meira

Söfn, safnasjóður og COVID-19

UPPFÆRT 22. MARS: Nýjustu fréttir um hertar fjöldatakmarkanir á covid.is   Hertar takmarkanir á samkomum – mörkin sett við 20 manns. Þessar reglur takar gildi um miðnætti á mánudagskvöld 23. mars. ÞETTA ÞÝÐIR AÐ SÖFN ÞURFA AÐ LOKA. “Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu …

Lesa meira

Hvað er safn? Nýja safnaskilgreiningin

ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til almenns fundar miðvikudaginn 4. mars kl. 9.30 í Sjóminjasafninu í Reykjavík, þar sem til umfjöllunar verður hin nýja safnaskilgreining ICOM. Hin nýja safnaskilgreining var kynnt á aðalfundi Alþjóðaráðs safna sem haldinn var í Kyoto í september 2019. Niðurstaða fundarins var að fresta kosningu um skilgreininguna og kalla eftir frekari …

Lesa meira