Árlegur umsóknarfrestur um viðurkenningu safna er til 31. ágúst

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2017 rennur út, er 31. ágúst 2016. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2017. Aðeins viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins …

Lesa meira

Nýjar úthlutunarreglur safnasjóðs

Nýjar úthlutunarreglur safnasjóðs tóku gildi 1. júní síðastliðinn og verður því úthlutað úr sjóðnum eftir breyttum reglum við næstu úthlutun. Munu breyttar reglur vera kynntar betur fyrir söfnum og hagsmunaaðilum næsta haust, en reglurnar má finna hér. Úthlutunarreglurnar hafa verið staðfestar af ráðherra og birtar í stjórnartíðindum (Opnast í nýjum vafraglugga).  

Lesa meira

Úthlutun úr safnasjóði 2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna 78,8 milljónir til einstakra verkefna en tæpar 30 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt. Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 152 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 93 verkefna …

Lesa meira

Nýting styrkja úr safnasjóði árið 2014

Samkvæmt safnalögum ber þeim sem fá styrk úr safnasjóði að skila lokaskýrslu innan árs frá áætluðum lokum verkefnis. Nú líður senn að því að tvö ár séu liðin frá úthlutun styrkja árið 2014 og þar sem styrkir eru veittir til eins árs má gera ráð fyrir að ár verði liðið frá lokum allra verkefna þann 30. …

Lesa meira

Úthlutunarfundur safnasjóðs 2016

  Til upplýsingar vegna úthlutunar úr safnasjóði 2016: Úthlutunarfundur safnaráðs var haldinn fimmtudaginn 3. mars síðastliðinn og var tillaga um úthlutun úr safnasjóði 2016 send til mennta- og menningarmálaráðuneytisins mánudaginn 7. mars til staðfestingar ráðherra.

Lesa meira

Skýrsla um söfn og ferðaþjónustu

Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands unnu að beiðni safnaráðs  rannsókn á samspili safna og ferðaþjónustu á árinu og hafa nú skilað skýrslu með niðurstöðum rannsóknarinnar. Megin markmið rannsóknarinnar er að greina stöðu og hagræn áhrif menningartengdrar ferðaþjónustu, með áherslu á söfn og safntengda starfsemi, og að framkvæma viðhorfskannanir meðal hagsmunaaðila …

Lesa meira

Ráðning framkvæmdastjóra safnaráðs

  Safnaráð hefur ráðið Þóru Björk Ólafsdóttur sem framkvæmdastjóra safnaráðs. Þóra Björk er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands. Þóra hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur á fjármála- og þjónustusviði hjá Þjóðminjasafni Íslands og leyst af sem sviðstjóri þar, hjá Náttúruminjasafni Íslands, auk þess …

Lesa meira

Umsóknir í safnasjóð árið 2016

Auglýsing v. umsókna í safnasjóð 2016: Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2016. Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undirsafnalög nr. 141/2011.  Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 18. september 2013.  Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir …

Lesa meira

Eftirlit með viðurkenndum söfnum

Safnaráði er samkvæmt safnalögum falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Að undanförnu hefur verið unnið að undibúningi fyrsta áfanga þessa eftirlits og verða 8 söfn í nágrenni Reykjavíkur heimsótt nú í nóvember og desember. Forvörður sem starfar í umboði safnaráðs mun hann fara yfir húsakost …

Lesa meira