Skýrsla um söfn og ferðaþjónustu

Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands unnu að beiðni safnaráðs  rannsókn á samspili safna og ferðaþjónustu á árinu og hafa nú skilað skýrslu með niðurstöðum rannsóknarinnar. Megin markmið rannsóknarinnar er að greina stöðu og hagræn áhrif menningartengdrar ferðaþjónustu, með áherslu á söfn og safntengda starfsemi, og að framkvæma viðhorfskannanir meðal hagsmunaaðila …

Lesa meira

Ráðning framkvæmdastjóra safnaráðs

  Safnaráð hefur ráðið Þóru Björk Ólafsdóttur sem framkvæmdastjóra safnaráðs. Þóra Björk er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands. Þóra hefur meðal annars starfað sem sérfræðingur á fjármála- og þjónustusviði hjá Þjóðminjasafni Íslands og leyst af sem sviðstjóri þar, hjá Náttúruminjasafni Íslands, auk þess …

Lesa meira

Umsóknir í safnasjóð árið 2016

Auglýsing v. umsókna í safnasjóð 2016: Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2016. Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undirsafnalög nr. 141/2011.  Safnaráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 18. september 2013.  Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir …

Lesa meira

Eftirlit með viðurkenndum söfnum

Safnaráði er samkvæmt safnalögum falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Að undanförnu hefur verið unnið að undibúningi fyrsta áfanga þessa eftirlits og verða 8 söfn í nágrenni Reykjavíkur heimsótt nú í nóvember og desember. Forvörður sem starfar í umboði safnaráðs mun hann fara yfir húsakost …

Lesa meira

Starf framkvæmdastjóra safnaráðs laust til umsóknar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra safnaráðs. Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á framlengingu ráðningar. Safnaráð starfar samkvæmt lögum nr. 141/2011 og er mennta- og menningarmálaráðherra og öðrum stjórnvöldum til ráðgjafar um málefni safna. Hlutverk safnaráðs er m.a. að hafa eftirlit með safnastarfsemi í landinu, vinna að stefnumörkun …

Lesa meira

Leiðbeiningar um sýningu, pökkun og geymslu textíla á söfnum

Undanfarin tvö ár hefur Þórdís Anna Baldursdóttir fengið styrk úr safnasjóði til að útbúa leiðbeiningar um pökkun, sýningu og geymslu textíla. Leiðbeiningarnar eru nú aðgengilegar hér á heimasíðusafnaráðs. Safnmenn eru hvattir til að kynnar sér leiðbeiningarnar og nýta þær við vinnu sína.

Lesa meira

Greinargerð um mat á ánægju umsækjenda

Í lok apríl 2015 var könnunin lögð fyrir þann 51 aðila sem hlaut styrk úr safnasjóði 2015. Alls svöruðu 39 aðilar og var svarhlutfallið því 76%, sem telst viðunandi. Niðurstöðurnar sýna að viðskiptavinum sjóðsins finnst almennt auðvelt að fylla út umsókn í sjóðinn og skilja leiðbeiningar með umsóknareyðublaði. Bæta þarf úr miðlun upplýsinga um stöðu …

Lesa meira

Ársskýrsla safnaráðs 2014

Ársskýrsla safnaráðs fyrir árið 2014 er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 141. fundi ráðsins þann 13. apríl s.l. Í skýrslunni er yfirlit yfir úthlutun úr safnasjóði árið 2014. Þar er einnig samantekt á rekstri viðurkenndra safna árið 2013 sem getur nýst söfnum við gerð viðmiða í stefnumörkun. Safnráð birtir nú yfirlit yfir …

Lesa meira

Mat á ánægju

  Safnaráð hefur nú sent forsvarsmönnum þeirra safna og verkefna sem fengu styrki úr sjóðnum í ár beiðni um að taka þátt í stuttri könnun á vegum ráðsins. Markmiðið með könnununni er að meta ánægju viðskiptavina sjóðsins með umsóknarferlið og fá ábendingar um hvað má betur fara. Þeir sem hafa fengið boð um að taka …

Lesa meira

Árlegur umsóknarfrestur um viðurkenningu er til 31. ágúst

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2016 rennur út, er 31. ágúst 2015. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2016. Aðeins viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins …

Lesa meira