Framkvæmdastjóri safnaráðs tekur sæti í fagráði lista og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs tók sæti um áramótin síðustu í fagráði lista og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Á síðu Íslandsstofu segir: Sérstök fagráð, skipuð af stjórn Íslandsstofu, stuðla að því að Íslandsstofa verði öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Fagráðin eru stjórn Íslandsstofu til ráðuneytis við að móta stefnu og áherslur. Mikilvægt er að fagráðin vinni vel sem bakland Íslandsstofu og leggi sitt af mörkum við þróun nýrra verkefna og öflun fjármuna til þeirra. Fagráðin skulu sýna sjálfstæði við mótun tillagna en endanleg ákvarðanataka er í höndum stjórnar.

Markmiðið með fagráði lista og skapandi greina er að tryggja markvisst kynningar- og markaðsstarf sem miðar að því að auka gjaldeyristekjur lista og skapandi greina.

Helstu áherslur

  • Móta áherslur og gæðamarkmið í erlendu samstarfi.
  • Þróa átaksverkefni um Ísland sem menningarland.
  • Nýta til fulls samlegðartækifæri innan greinarinnar og með öðrum atvinnugreinum við kynningar- og markaðsstarf erlendis.
  • Styðja við hagrænar greiningar og vinnu sem miðar að því að sýna þjóðhagslegan ávinning af starfsemi lista og skapandi greina.

Aðilar í fagráði lista og skapandi greina:

Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir
Birna Hafstein
Björg Stefánsdóttir
Halla Helgadóttir (formaður)
Helga Haraldsdóttir
Hrefna Haraldsdóttir
Kolbrún Halldórsdóttir
Laufey Guðjónsdóttir
Ólafur Andri Ragnarsson
Signý Leifsdóttir
Sigtryggur Baldursson
Skafti Jónsson
Þóra Björk Ólafsdóttir