Opið fyrir skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2017

Safnaráði er samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt og er einn hluti þess er eftirlit með rekstri safns og er það gert með yfirferð safnaráðs á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2017 er varðar rekstrarárið …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um símenntunarstyrki til viðurkenndra safna

Símenntunarstyrkir fyrir viðurkennd söfn Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tvenns konar styrkir eru í boði, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Hvert safn getur sótt um …

Lesa meira

Breytingar á verklagsreglum samþykktar

Á 164. safnaráðsfundi þann 5. september 2017 voru samþykktar breytingar á Verklagi við mat á umsóknum um styrki úr safnasjóði (almennt kallað verklagsreglur) til samræmis við þær breytingar sem hafa átt sér stað frá síðasta ári. Er þar helst að nefna að kafli um aukaúthlutun úr safnasjóði var settur inn, má kynna sér reglurnar hér.

Lesa meira

Árlegur umsóknarfrestur um viðurkenningu safna er til 31. ágúst

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2018 rennur út, er 31. ágúst 2017. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2018. Aðeins viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins …

Lesa meira

Ný vefsíða safnaráðs opnuð

Ný vefsíða safnaráðs á vefslóðinni www.safnarad.is opnaði 20. júlí með nýju og endurbættu útliti. Er nýja síðan aðgengilegri en áður og auðveldara að nálgast upplýsingar. Hönnun síðunnar var í höndum Jóns Inga Stefánssonar vefhönnuðar og um vefritstjórn sá Margrét Sveinbjörnsdóttir hjá Brúarsmiðjunni.  

Lesa meira

Safnastefna á sviði menningarminja komin út

Útgáfa nýrrar Safnastefnu á sviði menningarminja (Þjóðminjasafn Íslands 2017) og eftirfylgni hennar í samstarfi við safnaráð miðar að því að stuðla að enn frekari framgangi safnastarfs og fagmennsku á sviði menningarminjasafna. Safnastefnan var unnin með þátttöku viðurkenndra minjasafna á Íslandi og í samráði við starfsmenn safnanna og fulltrúa eigenda þeirra á öllu landinu. Í stefnunni …

Lesa meira

Úr fundargerð 163. safnaráðsfundar

Safnaráð vekur athygli á ákvörðun 163. safnaráðsfundar, 20. júní 2017: Vegna úthlutunar úr safnasjóði 2018 þá samþykkti safnaráð eftirfarandi tímalínu fyrir umsóknarferli í safnasjóð 2018, með þeim fyrirvara þó að dagsetningar geti hnikað til um nokkra daga: Opnað verður fyrir umsóknir í safnasjóð 15. október 2017 Lokafrestur fyrir umsóknir 15. nóvember 2017 Matsnefnd fær umsóknir …

Lesa meira

Ársskýrsla safnaráðs 2016

Ársskýrsla safnaráðs árið 2016 er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 162. fundi ráðsins. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi safnaráðs árið 2016 og má þar finna yfirlit yfir úthlutun úr safnasjóði það ár. Þar er einnig samantekt á rekstri viðurkenndra safna árið 2015 sem getur nýst söfnum við gerð viðmiða í stefnumörkun.

Lesa meira

Úthlutun úr safnasjóði 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði 2017 að fenginni umsögn safnaráðs, alls 97.329.000 króna. Af þeirri upphæð renna 72,3 milljónir til einstakra verkefna en 25,1 milljón í rekstrarstyrki til 38 viðurkenndra safna um land allt. Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 146 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 86 verkefna og …

Lesa meira