Ný vefsíða safnaráðs opnuð

Ný vefsíða safnaráðs á vefslóðinni www.safnarad.is opnaði 20. júlí með nýju og endurbættu útliti. Er nýja síðan aðgengilegri en áður og auðveldara að nálgast upplýsingar. Hönnun síðunnar var í höndum Jóns Inga Stefánssonar vefhönnuðar og um vefritstjórn sá Margrét Sveinbjörnsdóttir hjá Brúarsmiðjunni.  

Lesa meira

Safnastefna á sviði menningarminja komin út

Útgáfa nýrrar Safnastefnu á sviði menningarminja (Þjóðminjasafn Íslands 2017) og eftirfylgni hennar í samstarfi við safnaráð miðar að því að stuðla að enn frekari framgangi safnastarfs og fagmennsku á sviði menningarminjasafna. Safnastefnan var unnin með þátttöku viðurkenndra minjasafna á Íslandi og í samráði við starfsmenn safnanna og fulltrúa eigenda þeirra á öllu landinu. Í stefnunni …

Lesa meira

Úr fundargerð 163. safnaráðsfundar

Safnaráð vekur athygli á ákvörðun 163. safnaráðsfundar, 20. júní 2017: Vegna úthlutunar úr safnasjóði 2018 þá samþykkti safnaráð eftirfarandi tímalínu fyrir umsóknarferli í safnasjóð 2018, með þeim fyrirvara þó að dagsetningar geti hnikað til um nokkra daga: Opnað verður fyrir umsóknir í safnasjóð 15. október 2017 Lokafrestur fyrir umsóknir 15. nóvember 2017 Matsnefnd fær umsóknir …

Lesa meira

Ársskýrsla safnaráðs 2016

Ársskýrsla safnaráðs árið 2016 er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 162. fundi ráðsins. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi safnaráðs árið 2016 og má þar finna yfirlit yfir úthlutun úr safnasjóði það ár. Þar er einnig samantekt á rekstri viðurkenndra safna árið 2015 sem getur nýst söfnum við gerð viðmiða í stefnumörkun.

Lesa meira

Úthlutun úr safnasjóði 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði 2017 að fenginni umsögn safnaráðs, alls 97.329.000 króna. Af þeirri upphæð renna 72,3 milljónir til einstakra verkefna en 25,1 milljón í rekstrarstyrki til 38 viðurkenndra safna um land allt. Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 146 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 86 verkefna og …

Lesa meira

Málþing um söfn og ferðaþjónustu – skýrsla

Safnaráð hélt í samstarfi við Íslandsstofu og Samband íslenskra sveitafélaga, málþing um söfn og ferðaþjónustu í Safnahúsinu við Hverfisgötu þann 18. nóvember 2016, sjá frétt um málþingið hér. Ritari málþingsins var Sigurlaug Dagsdóttir þjóðfræðingur, meistaranemi í safnafræðum og stundakennari við Háskóla Íslands og vann hún einnig að ritun skýrslu um málþingið. Ljóst er að bæði …

Lesa meira

Nýting styrkja úr safnasjóði 2015

  Samkvæmt safnalögum ber þeim sem fá styrk úr safnasjóði að skila lokaskýrslu innan árs frá áætluðum lokum verkefnis. Nú eru tvö ár liðin frá úthlutun styrkja árið 2015 og þar sem styrkir eru veittir til eins árs má gera ráð fyrir að ár verði liðið frá lokum allra verkefna í lok apríl 2017. Skýrslu um …

Lesa meira

Framkvæmdastjóri safnaráðs tekur sæti í fagráði lista og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs tók sæti um áramótin síðustu í fagráði lista og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Á síðu Íslandsstofu segir: Sérstök fagráð, skipuð af stjórn Íslandsstofu, stuðla að því að Íslandsstofa verði öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Fagráðin eru stjórn Íslandsstofu til ráðuneytis við að móta stefnu og áherslur. Mikilvægt er að fagráðin vinni vel sem …

Lesa meira