Málþing safnaráðs um menntunarhlutverk safna og stafræna miðlun

Safnahúsinu, föstudaginn 26. október kl 14-17

Málþing safnaráðs um menntunarhlutverk safna og stafræna miðlun

Safnaráð stendur fyrir málþingi í Safnahúsinu föstudaginn 26. október kl. 14-17 um menntunarhlutverk safna og hvernig stafræn miðlun getur stutt við það.

Sjá Facebook-viðburð

Málþingið er haldið í kjölfar útgáfu stöðuskýrslu safnaráðs um stafræna miðlun á viðurkenndum söfnum, „Í takt við tímann? – Stafræn miðlun safna í menntunarlegum tilgangi“ sjá: https://safnarad.is/stafraenskyrslaprentutgafa-2/

DAGSKRÁ:

14:00   Setning og kynning
14:10    Merete Sanderhoff – What’s the social impact of digitising museums
15:00   Kaffihlé (Sjóminjasafnið í Reykjavík kynnir notkun sýndarveruleikagleraugna á sýningunni Melckmeyt 1659 – fornleifarannsókn neðansjávar.)
15:20   Vala Gunnarsdóttir – Sarpur.is og nýting hans til menntunar
15:40   Ingibjörg Hannesdóttir – Miðlun menningararfsins á tungumáli tækninnar
15:55   Anna María Þorkelsdóttir – Snillismiðjur – 21. aldar hæfni og sköpun gerð skil í grunnskólum
16:35   Tryggvi Thayer – Í takt við hvaða tíma? Litið fram á við í menntun og fræðslu
17:00   Léttar veitingar

Aðalfyrirlesari málþingsins er Merete Sanderhoff en hún er sýningastjóri og yfirmaður stafrænnar miðlunar hjá SMK – Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn, þar sem hún starfar í þágu opins aðgangs og endurnotkunar á stafrænum menningararfi. Hún er vinsæll talsmaður og fundarstjóri á alþjóðlegum ráðstefnum um stafrænan menningararf. Einnig hefur hún unnið að opnum aðgangi/opnu aðgengi í GLAM* samfélaginu, með Sharing is Caring ráðstefnum sem hún hefur mótað. Merete hefur gefið út talsvert af rannsóknum um stafræna notkun í söfnum, meðal annars safnritið Sharing is Caring: Openness and Sharing in the Cultural Heritage Sector. Hún er formaður Europeana Network Association, og situr í ráðgjafarstjórn OpenGLAM.

Aðrir fyrirlesarar eru Ingibjörg Hannesdóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Reykjavíkur, Vala Gunnarsdóttir, fagstjóri Sarps, Anna María Þorkelsdóttir kennari og verkefnastjóri og Tryggvi Thayer verkefnastjóri MenntaMiðju hjá menntavísindasviði Háskóla Íslands.

*Galleries, Libraries, Archives and Museums