Opið fyrir skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2018

Skilafrestur er til 15. október 2018

Skilafrestur til 15. október 2018

Safnaráði er samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt og er einn hluti þess er eftirlit með rekstri safns og er það gert með yfirferð safnaráðs á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2018 er varðar rekstrarárið 2017. Sjá nánar um eftirlit með viðurkenndum söfnum hér.

Beinn tengill: https://safnarad.eydublod.is/Forms/Form/ARL-2018

 

Upplýsingar:

  • Skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2018 er í gegnum umsóknavef safnaráðs: https://safnarad.eydublod.is/Forms
  • Innskráning á umsóknavefinn er í gegnum Ísland.is
  • Hægt er að prenta skýrsluna út og fylla inn til undirbúnings
  • Beðið er um upplýsingar er varða rekstrarárið 2017
  • Viðhengi sem á fylgja að með skýrslunni er ársreikningur safnsins fyrir 2017
  • Ef safn kýs að skila ársskýrslu safnsins fyrir 2017, þá má senda hana í tölvupósti til safnarad@safnarad.is
  • Vinsamlegast skilið eyðublaði í síðasta lagi 15. október 2018
  • Athugið – eingöngu er tekið við Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2018 í gegnum umsóknavef safnaráðs

Nánari upplýsingar má fá á vef safnaráðs: https://safnarad.is/umsoknavefur/ eða hjá Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs, thora@safnarad.is