Aðalúthlutun safnasjóðs 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs alls 114.770.000 kr. úr aðalúthlutun safnasjóðs 2018. Veittir voru 88 verkefnastyrkir og var heildarupphæð þeirra alls 90.620.000 kr. Alls bárust 146 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu 200.000 kr. upp í 3,0 milljónir króna. Þrjátíu og fimm viðurkennd söfn fengu rekstrarstyrki frá 600.000 …

Lesa meira

Seinni hluti handbókar um varðveislu safnkosts kominn út

Sjá frétt á vef Þjóðminjasafns Íslands Á degi forvörslu, 15. mars er útgefið seinna bindi handbókar um varðveislu safnskosts. Útgefandi er Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands  – Háskólabókasafn, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri handbókarinnar er Nathalie Jacqueminet, varðveislustjóri á Þjóðminjasafni Íslands. Handbók um varðveislu safnkosts er samstarfsverkefni höfuðsafnanna á Íslandi …

Lesa meira

Úthlutunarferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði árið 2019 verður flýtt

Safnaráð samþykkti á 170. safnaráðsfundi sínum að flýta ferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði frá og með aðalúthlutun 2019. Hafa viðurkennd söfn kallað eftir því að úthlutunarferli verði flýtt svo að hægt sé að nýta allt styrkárið til vinnu að verkefnum og til nýtingar rekstrarstyrkja. Má geta þess að þetta annað árið í röð sem safnaráð …

Lesa meira

Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum

Samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er safnaráði falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Nú í febrúar munu tuttugu viðurkennd söfn víðs vegar um landið fá tilkynningu um eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum, en um er að ræða 2. hluta eftirlits safnaráðs, Eftirlit með húsakosti safns, aðbúnaði …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný miðvikudaginn 3. janúar 2018.

Lesa meira

Listasafn Háskóla Íslands hefur fengið stöðu viðurkennds safns

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 10. október 2017 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins einu safni viðurkenningu, Listasafni Háskóla Íslands. Safnaráð tekur við umsóknum um viðurkenningu til afgreiðslu á árinu 2018 til 31. ágúst 2018. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið má fá hér.

Lesa meira

Úthlutun símenntunarstyrkja til viðurkenndra safna 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum úr aukaúthlutun safnasjóðs til viðurkenndra safna árið 2017. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Veittar voru tvær tegundir styrkja, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar …

Lesa meira

Fréttir af vefsíðu og umsóknum

Vefsíða Eins og glöggir sjá, þá er vefsíða safnaráðs komin í loftið á ný eftir að hafa lent í hruni vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Virðist vera sem allt efni hafi bjargast og erum við því þakklát, en ef notendur finna villur, þá má endilega koma skilaboðum á framfæri á netfangið thora@safnarad.is. Póstur safnaráðs varð ekki fyrir áhrifum …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs á árinu 2018

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2018 Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis. Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum …

Lesa meira