Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Opið fyrir umsóknir til 31. ágúst 2019

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2018 rennur út, er 31. ágúst 2019. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2020.

Umsóknareyðublað vegna viðurkenningar safns má finna hér, eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni: 

 • Staðfesting frá eiganda og/eða stjórn safns um að óskað er eftir viðurkenningu.
 • Afrit af ársreikningi ársins 2018.
 • Afrit af gildandi stefnumörkun.
 • Afrit af söfnunarstefnu.
 • Afrit af neyðaráætlunum.
 • Afrit af síðustu úttekt eldvarnareftirlits.
 • Afrit af starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti.
 • Afrit af síðustu úttekt á öryggiskerfum.
 • Afrit af staðfestingu um trygg fjárframlög næstu fimm ára sem tryggja grunnrekstur safnsins.
 • Afrit af rekstraráætlun næstu fimm ára.
 • Yfirlitsskýrsla umsækjanda um viðurkenningu, fyllt út á umsóknavef safnaráðs.

Frekari upplýsingar um viðurkenningu safna er að finna hér.

Umsækjendur eru minntir á að vista sniðmátið áður en fyllt er inn í það svo engar upplýsingar glatist.

Nánari upplýsingar fást á hjá framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450.

Tekið er við rafrænum umsóknum í tölvupósti á netfangið safnarad@safnarad.is
Einnig má senda viðbótargögn ef við á í pósti á:

Safnaráð
Gimli, Lækjargötu 3
101 Reykjavík