Úthlutunarboð safnaráðs 2019

Mánudaginn 29. apríl kl. 16.30 - 18.00 í Listasafni Íslands

Safnaráð býður til Úthlutunarboðs 2019 í tilefni af aðalúthlutun úr safnasjóði 2019, mánudaginn 29. apríl kl. 16.30 – 18.00 í Listasafni Íslands.

Er boðið haldið í kjölfar sameiginlegs vorfundar höfuðsafnanna, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands og Þjóðminjasafns Íslands.

Styrkþegar verkefnastyrkja úr safnasjóði 2019 fá afhent viðurkenningarskjöl og boðið verður upp á léttar veitingar. Tengill á Facebook-viðburð er hér.

Úthlutað var úr alls 113.850.000 kr. úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019 í mars síðastliðnum, en mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar að fenginni umsögn safnaráðs úr safnasjóði.

Að þessu sinni voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr, auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Upplýsingar um styrki má sjá hér.