Aðalúthlutun safnasjóðs 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur veitt styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019

Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutað að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði.
Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2019 voru veittar alls 113.850.000 krónur, þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr, auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna.

Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu frá 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna.

Óskar safnaráð styrkþegum til hamingju, sjá má styrkveitingar einstakra styrkþega hér.

Þess má geta að aukaúthlutun safnasjóðs 2019 verður í árslok og auglýst verður eftir styrkjum næsta haust.