Árlegur umsóknarfrestur um viðurkenningu safna er til 31. ágúst

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2018 rennur út, er 31. ágúst 2017. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2018. Aðeins viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins …

Lesa meira

Ný vefsíða safnaráðs opnuð

Ný vefsíða safnaráðs á vefslóðinni www.safnarad.is opnaði 20. júlí með nýju og endurbættu útliti. Er nýja síðan aðgengilegri en áður og auðveldara að nálgast upplýsingar. Hönnun síðunnar var í höndum Jóns Inga Stefánssonar vefhönnuðar og um vefritstjórn sá Margrét Sveinbjörnsdóttir hjá Brúarsmiðjunni.  

Lesa meira

Framkvæmdastjóri safnaráðs tekur sæti í fagráði lista og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs tók sæti um áramótin síðustu í fagráði lista og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Á síðu Íslandsstofu segir: Sérstök fagráð, skipuð af stjórn Íslandsstofu, stuðla að því að Íslandsstofa verði öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Fagráðin eru stjórn Íslandsstofu til ráðuneytis við að móta stefnu og áherslur. Mikilvægt er að fagráðin vinni vel sem …

Lesa meira