Listasafn Árnesinga hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2018

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti Listasafni Árnesinga Íslensku safnaverðlaunin 2018 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, þriðjudaginn 5. júní kl.16. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Þrjú söfn voru tilnefnd, en ásamt Listasafni Árnesinga voru Grasagarðurinn í Reykjavík og Þjóðminjasafn Íslands fyrir nýtt varðveislu- og rannsóknasetur sitt tilnefnd til safnaverðlaunanna 2018. Íslandsdeild …

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí 2018

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn ár hvert þann 18. maí af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Söfn um allan heim skipuleggja dagskrá þann dag, helgina eða jafnvel vikuna alla sem 18. maí ber upp á og hefur það verið gert öll árin síðan 1977. Á ári hverju velur …

Úthlutunarboð safnaráðs 2018

Úthlutunarboð safnaráðs Í tilefni aðalúthlutunar safnasjóðs 2018 sem var tilkynnt í mars síðastliðnum býður safnaráð til fagnaðar með safnmönnum mánudaginn 23. apríl kl. 17.00 – 19.00 í Listasafni Íslands. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp Styrkþegar fimm hæstu verkefnastyrkjanna munu kynna verkefni sín Byggðasafnið í Görðum – Ný grunnsýning Byggðasafnsins í Görðum – Fasi …

Ársskýrsla safnaráðs 2017 komin út

Ársskýrsla safnaráðs árið 2017 er komin út og er nú aðgengileg á vef ráðsins. Skýrslan var samþykkt á 171. fundi ráðsins 22. mars síðastliðinn. Í skýrslunni er farið yfir starfsemi safnaráðs árið 2017 og í viðaukum má finna yfirlit yfir úthlutun úr safnasjóði það ár. Í viðaukum er einnig samantekt á rekstri viðurkenndra safna árið 2016. …

Úthlutunarferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði árið 2019 verður flýtt

Safnaráð samþykkti á 170. safnaráðsfundi sínum að flýta ferli fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði frá og með aðalúthlutun 2019. Hafa viðurkennd söfn kallað eftir því að úthlutunarferli verði flýtt svo að hægt sé að nýta allt styrkárið til vinnu að verkefnum og til nýtingar rekstrarstyrkja. Má geta þess að þetta annað árið í röð sem safnaráð …

Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum

Samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er safnaráði falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Nú í febrúar munu tuttugu viðurkennd söfn víðs vegar um landið fá tilkynningu um eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum, en um er að ræða 2. hluta eftirlits safnaráðs, Eftirlit með húsakosti safns, aðbúnaði …

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný miðvikudaginn 3. janúar 2018.

Listasafn Háskóla Íslands hefur fengið stöðu viðurkennds safns

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 10. október 2017 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins einu safni viðurkenningu, Listasafni Háskóla Íslands. Safnaráð tekur við umsóknum um viðurkenningu til afgreiðslu á árinu 2018 til 31. ágúst 2018. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið má fá hér.

Úthlutun símenntunarstyrkja til viðurkenndra safna 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum úr aukaúthlutun safnasjóðs til viðurkenndra safna árið 2017. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Veittar voru tvær tegundir styrkja, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar …

Fréttir af vefsíðu og umsóknum

Vefsíða Eins og glöggir sjá, þá er vefsíða safnaráðs komin í loftið á ný eftir að hafa lent í hruni vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Virðist vera sem allt efni hafi bjargast og erum við því þakklát, en ef notendur finna villur, þá má endilega koma skilaboðum á framfæri á netfangið thora@safnarad.is. Póstur safnaráðs varð ekki fyrir áhrifum …