Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum

Samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er safnaráði falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Nú í febrúar munu tuttugu viðurkennd söfn víðs vegar um landið fá tilkynningu um eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum, en um er að ræða 2. hluta eftirlits safnaráðs, Eftirlit með húsakosti safns, aðbúnaði …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný miðvikudaginn 3. janúar 2018.

Lesa meira

Listasafn Háskóla Íslands hefur fengið stöðu viðurkennds safns

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 10. október 2017 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins einu safni viðurkenningu, Listasafni Háskóla Íslands. Safnaráð tekur við umsóknum um viðurkenningu til afgreiðslu á árinu 2018 til 31. ágúst 2018. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið má fá hér.

Lesa meira

Úthlutun símenntunarstyrkja til viðurkenndra safna 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum úr aukaúthlutun safnasjóðs til viðurkenndra safna árið 2017. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Veittar voru tvær tegundir styrkja, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar …

Lesa meira

Fréttir af vefsíðu og umsóknum

Vefsíða Eins og glöggir sjá, þá er vefsíða safnaráðs komin í loftið á ný eftir að hafa lent í hruni vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Virðist vera sem allt efni hafi bjargast og erum við því þakklát, en ef notendur finna villur, þá má endilega koma skilaboðum á framfæri á netfangið thora@safnarad.is. Póstur safnaráðs varð ekki fyrir áhrifum …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs á árinu 2018

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2018 Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Í þeim tilgangi getur sjóðurinn styrkt rekstur og skilgreind verkefni viðurkenndra safna og samstarfsverkefni slíkra safna innbyrðis. Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum …

Lesa meira

Opið fyrir skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2017

Safnaráði er samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 falið að hafa eftirlit með viðurkenndum söfnum sem starfa eftir skilmálum safnaráðs um starfsemi viðurkenndra safna. Eftirlit safnaráðs með viðurkenndum söfnum er þríþætt og er einn hluti þess er eftirlit með rekstri safns og er það gert með yfirferð safnaráðs á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2017 er varðar rekstrarárið …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um símenntunarstyrki til viðurkenndra safna

Símenntunarstyrkir fyrir viðurkennd söfn Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tvenns konar styrkir eru í boði, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Hvert safn getur sótt um …

Lesa meira

Breytingar á verklagsreglum samþykktar

Á 164. safnaráðsfundi þann 5. september 2017 voru samþykktar breytingar á Verklagi við mat á umsóknum um styrki úr safnasjóði (almennt kallað verklagsreglur) til samræmis við þær breytingar sem hafa átt sér stað frá síðasta ári. Er þar helst að nefna að kafli um aukaúthlutun úr safnasjóði var settur inn, má kynna sér reglurnar hér.

Lesa meira