Viðbragðsáætlanir viðurkenndra safna

Forvarnir og viðbragðsáætlanir gegna lykilhlutverki við að tryggja menningararf okkar til framtíðar og því er mikilvægt að á hverju safni sé til viðbragðsáætlun sem segir til um hvernig brugðist verður við aðsteðjandi vá svo afstýra megi áföllum. Allar menningarstofnanir eiga að undirbúa viðbragðsáætlanir við hættuástandi. Þar á meðal viðurkennd söfn á Íslandi sem eiga að …

RáðStefna og málþing um málefni safna

Í nóvember sl. fór fram bæði ráðstefna og málþing sem haldin voru í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Báðir viðburðir fjölluðu um mikilvæg málefni í safnastarfi, þar hélt Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri Safnaráðs erindi fyrir hönd Safnaráðs ásamt fjölda annarra áhugaverðra fyrirlesara. Hægt er að hlýða á upptökur af viðburðunum og finna tengla og dagskrá hér …

Safnaráð heimsækir söfn á Vesturlandi

Árleg ferð safnaráðs fór fram í nóvember og fjögur söfn voru heimsótt á Vesturlandi. Það voru Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Byggðasafn Borgarfjarðar, Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og Landbúnaðarsafn Íslands.  Auk ráðsmanna voru með forstöðumenn höfuðsafnanna þriggja sem sitja fundi safnaráðs stöðu sinnar vegna ásamt starfsfólki skrifstofu safnaráðs sem voru með í för. …

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð sendir öllum kærar jólakveðjur og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný fimmtudaginn 2. janúar 2025. Með bestu óskum um gjöfult, nýtt safnaár!

Minnum á að opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Safnaráð minnir á að opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2024  Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 6. nóvember 2024 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs   UMSÓKN um styrk til eins árs úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025 Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og …

Kvistur 2024

Safnablaðið Kvistur er komið út og fagnar um leið 10 ára stórafmæli en fyrsta Kvist blaðið kom út árið 2014. Blaðið er mikilvægur hluti af safnastarfi í landinu og styrkir fagsvið safna en jafnframt veitir það fólki innsýn í marlaga hliðar safnastarfsins. Efnistökin eru líkt og undanfarin ár fjölbreytt og er þar að finna áhugaverðar …

Farskóli FÍSOS 2024 á Akureyri

Farskóli safnafólks í ár bar yfirskriftina Hvert er erindið? Umbreyting í safnastarfi og fór fram dagana 2.-4. október á Akureyri. Fagráðstefna safnafólks er bæði vettvangur fyrir umræður um það sem ber hæst í safnastarfi, en líka tækifæri til endurmenntunar. Á þessum 36. Farskóla FÍSOS var þétt og fjölbreytt dagskrá í boði. Starfsfólk safna er ávallt að …

Safnaráð er flutt í nýtt húsnæði í Austurstræti

Undanfarin sjö ár hefur skrifstofa Safnaráðs verið til húsa að Lækjargötu 3 í Gimli sem er friðlýst hús byggt  árið 1905. Starfsfólk Safnaráðs kveður litla kastalann í Lækjargötu að sinni og þökkum fyrir góðar stundir á liðnum árum. Nú hefur Safnaráð aðsetur í Austurstræti 5 á fjórðu hæð. Skrifstofa safnaráðs verður þar áfram í góðra …

Leiðarvísir um gerð viðbragðsáætlunar

Forvarnir og  viðbragðsáætlanir til verndunar menningarminja hafa verið í brennidepli hjá safnaráði undanfarið. Þar sem Ísland hefur nú staðfest Haag-samning UNESCO frá 1954 um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka felur það í sér skuldbindingu um að öll viðurkennd söfn á Íslandi vinni að forvarnarstarfi og gerð viðbragðsáætlana vegna ýmiss konar ógna t.a.m. náttúru- og …

Ársskýrsla safnaráðs 2023

Ársskýrsla safnaráðs 2023 hefur verið birt á vef safnaráðs. Skýrsluna má finna hér.