Aðalúthlutun safnasjóðs 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs alls 114.770.000 kr. úr aðalúthlutun safnasjóðs 2018.

Veittir voru 88 verkefnastyrkir og var heildarupphæð þeirra alls 90.620.000 kr.
Alls bárust 146 verkefnaumsóknir og veittir styrkir voru á bilinu 200.000 kr. upp í 3,0 milljónir króna.

Þrjátíu og fimm viðurkennd söfn fengu rekstrarstyrki frá 600.000 kr. til 900.000 kr. , en alls var 24.150.000 kr. úthlutað í rekstrarstyrki árið 2018.

Óskar safnaráð styrkþegum til hamingju, sjá má styrkveitingar einstakra styrkþega hér.

Þess má geta að aukaúthlutun safnasjóðs 2018 verður í árslok og auglýst verður eftir styrkjum næsta haust.