Safnasjóður 201

Auglýst verður eftir umsóknum í safnasjóð fyrir árið 2015 í lok september og umsóknarfrestur rennur út þann 15. nóvember. Eingöngu er tekið við umsóknum sem berast í gegnum umsóknarvef safnasjóðs sem verður opnaður 1. október. Innskráning fer fram í gegnum Íslykil en sækja má um aðgang hér. Þeim sem hafa hug á að sækja um í …

Lesa meira

Þrjú söfn fá viðurkenningu

Ráðherra mennta og menningarmála hefur nú að tillögu safnaráðs veitt Minjasafninu á Bustarfelli, Safnasafninu og Sauðfjársetrinu á Ströndum viðurkenningu skv. safnalögum. Söfnin sóttu um endurupptöku fyrri ákvörðunar á grundvelli nýrra gagna og afgreiddi safnaráð tillögu um viðurkenningu þeirra á fundi sínum í maí. Ráðherra staðfesti tillögu ráðsins og hefur söfnunum þremur verið tilkynnt sú ákvörðun. …

Lesa meira

Viðurkenning safna, árlegur umsóknarfrestur

Safnaráð hefur samþykkt að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð rennur út, sé 31. ágúst ár hvert. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni næstu úthlutun úr safnasjóði. Aðeins viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins geta …

Lesa meira

Stefnumótun safnaráðs endurskoðuð

Samþykkt var á fundi safnaráðs í febrúar s.l. að fresta áframhaldi á stefnumótun ráðsins og fela formanni ráðsins útfærslu á næstu skrefum. Stýrirhópurinn sem unnið hefur að stefnumótun skilaði af sér þeim gögnum sem hann hafði aflað meðal annars samantekt af samráðsfundum með safnmönnum.

Lesa meira

Ársskýrsla safnaráðs 2013

Ársskýrsla safnaráðs fyrir árið 2013 var samþykkt á 131. fundi ráðsins þann 10. apríl s.l. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir starfsemi ráðsins á síðasta ári. Yfirlit og greiningu á úrthlutun úr safnasjóði árið 2013 ásamt upplýsingum um rekstur safna sem hlutu styrk úr sjóðnum. Sjá skýrsluna hér.

Lesa meira

Nýting styrkja úr safnasjóði 2013

Styrkjum úr safnasjóði er almennt úthlutað til eins árs í senn. Að verkefni loknu kynnir styrkþegi árangur og niðurstöður fyrir safnaráði með skriflegri skýrslu innan árs frá lokum verkefnis. Heimilt er að krefjast endurgreiðslu hafi verkefni sem hlotið hefur styrk ekki verið unnið í samræmi við umsókn og þau gögn sem styrkveiting var byggð á, hafi …

Lesa meira

Úthlutun úr safnasjóði 2014

Mennta og menningarmálaráðherra hefur nú úthlutað úr safnasjóði að fenginni tillögu safnaráðs. Bréf hafa verið send til umsækjenda. Tillaga safnaráðs var unnin samkvæmt úthlutunarreglum ráðsins frá 18.09.2013, safnalögum nr.141/2011 og í anda þess sem fram kom í auglýsingu um styrki úr safnasjóði. Alls bárust sjóðnum umsóknir frá 57 aðilum. Umsóknir um rekstrarstyrki frá viðurkenndum söfnum …

Lesa meira

Viðurkenning safna

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 18. desember 2013 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins 39 söfnum viðurkenningu. Viðurkennd söfn eru: Byggðasafn Árnesinga Byggðasafn Borgarfjarðar Byggðasafn Hafnarfjarðar Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna Byggðasafn Reykjanesbæjar Byggðasafn Skagfirðinga Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla Byggðasafn Vestfjarða Byggðasafnið Görðum, Akranesi Byggðasafnið …

Lesa meira

Breytingar á skipan safnaráðs

Nokkrar breytingar verða á skipan safnaráðs á nýju ári. Nú um áramót baðst Ragna Árnadóttir, varaformaður ráðsins, lausnar sem ráðsmaður í safnaráði. Í hennar stað hefur Anna Sigríður Kristjánsdóttir verið skipuð sem annar fulltrúi ráðherra í ráðið og tekur hún við sem varaformaður ráðsins af Rögnu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sem setið hefur í safnaráði stöðu …

Lesa meira

Viðurkenning safna

Á 128. fundi sínum þann 18. desember s.l. samþykkti safnaráð tillögu um viðurkenningu safna. Hún hefur nú verið send mennta- og menningarmálaráðherra sem samkvæmt lögum tekur endanlega ákvörðun um viðurkenningar safna. Um leið og ráðherra hefur tekið ákvörðun verður niðurstaðan kynnt þeim söfnum sem sóttu um viðurkenningu.

Lesa meira