Úthlutun úr safnasjóði 2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði 2016, alls 108,4 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna 78,8 milljónir til einstakra verkefna en tæpar 30 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt.

Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 152 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 93 verkefna og eru þeir frá 140.000 kr. upp í 2,9 m.kr. (PDF skjal)Hér má sjá lista yfir úthlutun úr sjóðnum í ár.