Árlegur umsóknarfrestur um viðurkenningu safna er til 31. ágúst

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2017 rennur út, er 31. ágúst 2016. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2017.
Aðeins viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins geta sótt um rekstrarstyrki til sjóðsins. Öll viðurkennd söfn geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna.Frekari upplýsingar um viðurkenningu safna er að finna hér.