Úthlutun símenntunarstyrkja til viðurkenndra safna 2017
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað símenntunarstyrkjum úr aukaúthlutun safnasjóðs til viðurkenndra safna árið 2017. Í aukaúthlutun safnasjóðs á síðasta ársfjórðungi geta viðurkennd söfn sótt um verkefnastyrki til símenntunar, svokallaða símenntunarstyrki. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Veittar voru tvær tegundir styrkja, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar …