Eitt safn fær viðurkenningu

  Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 25. október 2016 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins einu safni viðurkenningu, Sjóminjasafni Austurlands. Safnaráð tekur við umsóknum um viðurkenningu til afgreiðslu á árinu 2017 til 31. ágúst 2017. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið má fá hér.

Lesa meira

Nýtt safnaráð skipað

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað í safnaráð 1. janúar 2017 – 31. desember 2020 SAFNARÁÐ SKIPA: Aðalfulltrúar: Ólafur Kvaran, formaður, skipaður án tilnefningar Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, skipuð án tilnefningar Haraldur Þór Egilsson, tilnefndur af Félagi íslenskra safna og safnmanna (Opnast í nýjum vafraglugga) Helga Lára Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráði safna Sigríður Björk Jónsdóttir,  tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga (Opnast …

Lesa meira

Skrifstofa safnaráðs flutt

Nú í byrjun janúar flutti skrifstofa safnaráðs sig um set í Lækjargötu 3, 101 Reykjavík í húsið Gimli eftir sjö ára veru í safnhúsi Þjóðminjasafnsins. Í Gimli eru meðal annars einnig til húsa Listahátíð í Reykjavík og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Skrifstofa safnaráðs er einnig komið með nýtt símanúmer 534-2234.

Lesa meira

Úthlutun símenntunarstyrkja úr safnasjóði 2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað verkefnastyrkjum á sviði símenntunar (símenntunarstyrkjum) úr safnasjóði til viðurkenndra safna árið 2016. Alls fékk að þessu sinni 21 viðurkennt safn símenntunarstyrk, frá 100.000 kr. til 250.000 kr. hver, en heildarúthlutun var alls 4.603.125 kr. (PDF skjal)Hér má sjá lista yfir úthlutun símenntunarstyrkja.

Lesa meira

Vegna umsókna í safnasjóð 2017 – umsóknarfrestur til 7. desember 2016

Safnaráð minnir á að umsóknarfrestur í safnasjóð er út miðvikudaginn 7. desember 2016. Sótt er um í gegnum umsóknavef safnaráðs: https://www.safnarad.is/umsoknavefur-safnarads/opin-skil/ Á vefnum má finna leiðbeiningablað með umsóknum: https://www.safnarad.is/media/leidbeiningar/Umsoknavefur-safnarads—Leidbeiningar-utg2.pdf NOKKRAR HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR: Í talnareitum er hægt að setja brot (sem dæmi í árlegri skýrslu safna ef að ársverk eru 5,3) en athugið: það fer eftir tungumálastillingum …

Lesa meira

Vegna eyðublaðs um verkefnaumsókn í safnasjóð 2017

  Komið hefur í ljós forritunarvilla í verkefnaumsóknareyðublaði safnasjóðs fyrir árið 2017, sem lýsir sér þannig að reiturinn Upplýsingar um fjárhagsáætlun birtist ekki á blaðinu í útgáfu 1. Fjárhagsáætlun er ein forsenda fyrir mati á umsóknum um verkefnastyrki og verður að fylgja umsókn, því er nauðsyn að uppfæra umsóknaeyðublaðið. Því verða umsækjendur að ná í …

Lesa meira

Af málþingi um söfn og ferðaþjónustu

Safnaráð, Íslandsstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu að málþingi um söfn og ferðaþjónustu föstudaginn 18. nóvember sl. og var þingið jafnframt styrkt af Þjóðminjasafni Íslands. Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs setti þingið og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp í byrjun þings. Meðal framsögumanna voru Inga Hlín Pálssdóttir forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá …

Lesa meira

Dagskrá málþings um söfn og ferðaþjónustu í safnahúsinu 18. nóvember kl. 13-16

Safnaráð, Íslandsstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að málþingi um söfn og ferðaþjónustu þar sem rætt verður um hlutverk og stöðu safna og tengdrar starfsemií íslenskri ferðaþjónustu. Málþingið er styrkt af Þjóðminjasafni Íslands. Umfang safnageirans á Íslandi hefur aukist mikið á síðustu árum og kannanir meðal erlendra ferðamanna hafa leitt í ljós mikinn áhuga á …

Lesa meira

Málþing um söfn og ferðaþjónustu 18. nóvember næstkomandi í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Safnaráð, Íslandsstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga standa að málþingi um söfn og ferðaþjónustu föstudaginn 18. nóvember næstkomandi kl. 13:00 – 16:00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Er málþingið haldið í kjölfar (PDF skjal)skýrslu safnaráðs um söfn og ferðaþjónustu sem kom út haustið 2015 og var unnin af Rannsóknasetri í safnafræðum við Háskóla Íslands og Hagfræðistofnun Háskóla …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr safnasjóði á árinu 2017

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011 (Opnast í nýjum vafraglugga). Safnaráð veitir umsögn um styrkumsóknir úr safnasjóði. Mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 29. september 2015. Veittir eru bæði verkefnastyrkir og rekstrarstyrkir úr safnasjóði, upphæð og …

Lesa meira