Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Opið fyrir umsóknir til 31. ágúst 2018

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði afgreidd áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2019 rennur út, er 31. ágúst 2018. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar fyrr en að lokinni úthlutun úr safnasjóði 2019.

Athygli er vakin á því að nýtt eyðublað vegna umsóknar um viðurkenningu safns gildir frá júlí 2018 auk þess sem samþykkt var á 174. safnaráðsfundi að kalla eftir auknum upplýsingum vegna umsóknar um viðurkenningu safns í viðbót við þau gögn og upplýsingar sem nú er óskað eftir.

Umsóknareyðublað má finna hér, eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni: 

 • Staðfesting frá eiganda og/eða stjórn safns um að óskað er eftir viðurkenningu.
 • Afrit af ársreikningi ársins 2017.
 • Afrit af gildandi stefnumörkun.
 • Afrit af söfnunarstefnu.
 • Afrit af neyðaráætlunum.
 • Afrit af síðustu úttekt eldvarnareftirlits.
 • Afrit af starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti.
 • Afrit af síðustu úttekt á öryggiskerfum.
 • Afrit af staðfestingu um trygg fjárframlög næstu fimm ára sem tryggja grunnrekstur safnsins.
 • Afrit af rekstraráætlun næstu fimm ára.
 • Yfirlitsskýrsla umsækjanda um viðurkenningu, fyllt út á umsóknavef safnaráðs.

Aðeins viðurkennd söfn önnur en söfn í eigu ríkisins geta sótt um rekstrarstyrki til sjóðsins. Öll viðurkennd söfn geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna. Frekari upplýsingar um viðurkenningu safna er að finna hér.

Nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu safnaráðs, athugið þó að skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 19. júlí til 13. ágúst.