Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2024

Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, mánudaginn 25. nóvember 2024. Í aukaúthlutun safnasjóðs árið 2024 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Hér má finna umsóknareyðublað. UPPLÝSINGAR …

Lesa meira

Farskóli FÍSOS 2024 á Akureyri

Farskóli safnafólks í ár bar yfirskriftina Hvert er erindið? Umbreyting í safnastarfi og fór fram dagana 2.-4. október á Akureyri. Fagráðstefna safnafólks er bæði vettvangur fyrir umræður um það sem ber hæst í safnastarfi, en líka tækifæri til endurmenntunar. Á þessum 36. Farskóla FÍSOS var þétt og fjölbreytt dagskrá í boði. Starfsfólk safna er ávallt að …

Lesa meira

Alþjóðasamtökin Blái skjöldurinn

Safnaráð sótti ársþing og ráðstefnu alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins daganna 9.-12. september sl. Ráðstefnan var haldin í Búkarest í Rúmeníu í samstarfi við Minjastofnun Rúmeníu (the Romanian National Institute for Heritage) en yfirskrift hennar var Shielding the Past: 70 years of the Hague Convention í tilefni af 70 ára afmæli Haag-samnings UNESCO frá 1954 um vernd …

Lesa meira

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2025  Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 6. nóvember 2024 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs   UMSÓKN um styrk til eins árs úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025 Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um …

Lesa meira

Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf

  Samkvæmt safnalögum er eitt hlutverk safnaráðs að vinna að Stefnumörkun um safnastarf sem var unninn í samstarfi við höfuðsöfnin og samþykkt af ráðherra 2020. Þetta var fyrsta útgefna stefnumörkunin um safnastarf sem er samþykkt af ráðherra og kynnt fyrir ríkisstjórn og nýtist til að skilgreina verkefni og ná utan um ábyrgð safna, eigenda þeirra …

Lesa meira

Sumarlokun safnaráðs frá 8. júlí – 6. ágúst

Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 8. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450. Við minnum ferðalanga á að hægt er að heimsækja söfn hvar sem er á landinu og á heimasíðu okkar má finna kort sem sýnir staðsetningu …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2023

Menningarráðherra hefur nú úthlutað 24.800.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023. Úr aukaúthlutun 2023 var 82 styrkjum úthlutað til 37 viðurkenndra safna, 59 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til stafrænna kynningarmála. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Listi yfir styrkveitingar úr aukaúthlutun safnasjóðs 2023   Úthlutun úr safnasjóði 2023 Úr …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný miðvikudaginn 3. janúar 2024.

Lesa meira

Farskóli FÍSOS 2023 – Fagráðstefna safnafólks

Farskóli FÍSOS er árleg ráðstefna safna og safnmanna. Þetta árið fór farskólinn fram í Hollandi þar sem tæplega 120 farskólagestir lögðu leið sína til Amsterdam daganna 10.-13. október. Ráðstefnan er skipulögð af Félagi íslenskra safna og safnafólks. Á þessum ráðstefnum er lögð rík áhersla á að veita mikilvæga starfsþróun og símenntun fyrir fagið, skapa vettvang …

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2023

Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, fimmtudaginn 30. nóvember 2023 Styrkir úr aukaúthlutun eru eingöngu í boði fyrir viðurkennd söfn. Sjá umsóknareyðublað hér: https://safnarad.eydublod.is/Forms/Form/23-UMS-AUK-UMS UPPLÝSINGAR Eftirtaldir styrkflokkar eru í boði: a) Styrkur til stafrænna kynningarmála Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki …

Lesa meira