Aðalúthlutun 2024

Menningarráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2024

Úthlutun fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum.

Úthlutunarboð safnaráðs fór fram í kjölfar ársfundar höfuðsafnanna þriggja; Þjóðminjasafn Íslands/ National Museum of Iceland, Listasafn Íslands / National Gallery of Iceland og Náttúruminjasafn Íslands í fyrirlestrasal Safnahússins við Hverfisgötu þriðjudaginn 23. janúar. Dagskrá fundarins hófst kl. 14 með fyrirlestrum og að þeim loknum kl. 16 hélt Lilja D. Alfreðsdóttir menningarráðherra erindi og úthlutaði úr aðalúthlutun safnasjóðs 2024 alls 176.335.000 kr til 46 styrkþega, en með eldri Öndvegisúthlutunum er heildarúthlutuninn ársins alls 211.135.000 kr. til 49 styrkþega.

Styrkhafar í aðalúthlutun safnasjóð 2024 í Safnahúsinu

Hægt er að sjá nánari sundurliðun á styrkhöfum hér.

Heildarstyrkupphæð úr aðalúthlutun safnasjóðs 2024 er 176.335.000 kr.

Með eldri Öndvegisúthlutunum hefur því alls verið úthlutað 211.135.000 krónum úr safnasjóði árið 2024.

Styrkir til eins árs voru 107 talsins að heildarupphæð 166.335.000 kr. til 46 styrkþega.

Öndvegisstyrkir 2024-2026 til viðurkenndra safna voru tveir talsins, 10.000.000 alls árlega 2024-2026, alls 30.000.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2025 og 2026 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.

Eldri Öndvegisúthlutanir fyrir árið 2024 eru 9 talsins, alls 34.800.000 kr.

Hefur því alls verið úthlutað 211.135.000 kr. til 49 styrkþega úr safnasjóði árið 2024 með eldri Öndvegisúthlutunum.

Aðalúthlutun safnasjóðs 2024 í Safnahúsinu

 

Í aðalúthlutun safnasjóðs 2024 bárust sjóðnum alls 150 umsóknir frá 53 aðilum að heildarupphæð rúmar 312 milljónir króna fyrir árið 2024. Skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs.