Póstlisti safnaráðs

Safnaráð er að fara af stað með póstlista og býður safnafólki að skrá sig. Markmiðið með póstlista safnaráðs er að senda safnafólki gagnlegar upplýsingar úr safnastarfinu og er fyrst og fremst ætlaður fólki sem starfar í viðurkenndum söfnum.

Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um t.a.m. umsóknarfresti eða skýrsluskil safnasjóðs eða aðrar gagnlegar fréttir úr starfi safnaráðs þá getur þú skráð þig hér.