Breyting á reglugerð – söfn mega taka á móti helmingi gestafjölda

Breyting hefur verið gerð á gildandi reglugerð um sóttvarnir. Nú er söfnum heimilt að taka á móti helmingi af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns og skulu gestir skráðir með nafni, kennitölu og símanúmer. Að öðru leyti er vísað í fyrri reglugerð, nr. 404/2021 Reglugerð 427/2021: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=178e1eda-5f7c-4460-9b2b-5ea48db0e8cd

Lesa meira

Aðalúthlutun 2021

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað í aðalúthlutun safnasjóðs 2021 Á fundi safnaráðs þann 25. mars sl. voru samþykktar umsagnir ráðsins um styrkumsóknir úr aðalúthlutun safnasjóðs 2021, í samræmi við ákvæði 7. gr. safnalaga nr. 141/2011. Gerðar voru tillögur til mennta- og menningarmálaráðherra um úthlutun styrkja úr sjóðnum, en skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar …

Lesa meira

Forvarnir vegna eldgoss á Reykjanesskaga

Þjóðminjasafn Íslands gaf út í apríl 2021 leiðbeiningar um forvarnir vegna eldgoss í tilefni eldsumbrota á Reykjanesskaga. Mörg söfn eru á því svæði þar sem áhrifa goss getur gætt og er starfsfólk þeirra safna hvatt til þess að kynna sér þessar forvarnir, auk þess sem önnur söfn á landinu eru staðsett á áhættusvæðum hvað varðar …

Lesa meira

Ný reglugerð – Breyttar reglur fyrir söfn

Safnaráð vekur athygli á nýrri reglugerð nr. 440/2021 um samkomutakmarkanir. 20 manna fjöldatakmarkanir taka gildi frá og með 15. apríl og áætlað að gildi í 3 vikur, til 5. maí nk. Líkt og áður falla söfn undir önnur opinber rými þegar kemur að skilgreiningu. Í nýrri reglugerð um takmörkun á samkomum stendur í 3. gr. …

Lesa meira