Kvikmyndasafn Íslands hlýtur viðurkenningu

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 25. nóvember 2020  um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011.

Ráðherra veitti að tillögu ráðsins Kvikmyndasafni Íslands viðurkenningu.

Kvikmyndasafn Íslands er safn í eigu ríkisins og starfar samkvæmt kvikmyndalögum nr. 137/2001. Meginhlutverk safnsins er að safna, skrásetja og varðveita íslenskar kvikmyndir; hafa eftirlit með skilum kvikmyndaefnis samkvæmt lögum um skylduskil til safna og standa fyrir sýningum á innlendri og erlendri kvikmyndalist. Jafnframt gegnir safnið því hlutverki að sjá um viðhald og endurgerðir á kvikmyndum safnsins og skapa fræðimönnum og fagmönnum aðstöðu til að stunda kvikmyndafræðilegar rannsóknir.