Seinni aukaúthlutun úr safnasjóði 2020

Alls var úthlutað 235 milljónum úr sjóðnum árið 2020.

Í lok desember 2020 úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs, 17.466.950 kr. úr seinni aukaúthlutun safnasjóðs 2020.

Árið 2020 voru tvær aukaúthlutanir úr sjóðnum, sú fyrri var í júlí síðastliðnum og hugsuð sem mótvægi við þær afleiðingar sem COVID-19 hefur haft á rekstur safna. Nú úr seinni aukaúthlutun var 58 styrkjum úthlutað til 35 viðurkenndra safna, 30 styrkir fóru til stafrænna kynningarmála safnanna og 28 styrkir fóru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds.

Heildarúthlutun ársins 2020 úr safnasjóði er því 234.833.950 kr., langhæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi og eru styrkirnir alls 219 talsins.

Úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020 í mars voru veittar 177.243.000 kr. til 124 styrkja, þar af 13 Öndvegisstyrkja. Úr fyrri aukaúthlutun sjóðsins voru veittir 37 styrkir að heildarupphæð 40.124.000 kr.

Lista yfir alla styrki og styrkþega safnasjóðs má finna hér.