Safnaráð auglýsir eftir umsóknum úr seinni aukaúthlutun safnasjóðs 2020

Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2020 kl. 16.00.

Í seinni aukaúthlutun safnasjóðs árið 2020 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2020 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2021. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, þriðjudaginn 10. nóvember 2020. Veittar verða allt að 15 milljónir króna samtals.

Styrkir til stafrænna kynningarmála. Tilgangur með þessum styrkjum er að efla stafræna kynningu safnanna, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða á eigin heimasíðum. Lögð er áhersla á að styrkurinn efli safnið sem viðkomustað fyrir gesti eða kynni starfsemi safnsins. Hægt er að sækja um styrki t.d. til að gera efni til birtingar (content), til að kosta birtingu, til að fá utanaðkomandi þjónustu til að efla kynningu á samfélagsmiðlum eða heimasíðum eða til kynningar á starfsemi safnsins svo fátt eitt sé nefnt. Hámarksstyrkur er 300.000 kr.

Styrkir til símenntunar. Tilgangur með þessum styrkjum er að styrkja faglegt starf safnanna og efla þátt símenntunar. Tvenns konar styrkir eru í boði, Símenntun fyrir starfsmenn safns annars vegar og Námskeið/fyrirlesarar hins vegar. Hámarksstyrkur er 300.000 kr. en 600.000 kr. til samstarfsverkefna safna vegna Námskeið/fyrirlesarar.

Nánar um styrkflokka

a) Styrkur til stafrænna kynningarmála

 • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í flokk a) Styrkur til stafrænna kynningarmála og hlotið mest einn styrk.
 • Tilgangur með þessum styrkjum er að efla stafræna kynningu safnanna, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða á eigin heimasíðum.
 • Lögð er áhersla á að styrkurinn efli safnið sem viðkomustað fyrir gesti eða kynni starfsemi safnsins.
 • Hægt er að sækja um styrki t.d. til að gera efni til birtingar (content), til að kosta birtingu, til að fá utanaðkomandi þjónustu til að efla kynningu á samfélagsmiðlum eða heimasíðum eða til kynningar á starfsemi safnsins svo fátt eitt sé nefnt
 • Hver styrkur er að hámarki 300.000 krónur.

b) Símenntun fyrir starfsmenn safns

 • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í flokk b) Símenntun fyrir starfsmenn safns og hlotið mest einn styrk.
 • Símenntunarstyrk fyrir starfsmenn safns má nota t.d. til að sækja formlega menntun hérlendis eða erlendis (til dæmis með skipulögðum námskeiðum eða heimsóknum) eða sem ferða- og uppihaldsstyrk til starfsmannaskipta safna.
 • Hver styrkur er að hámarki 300.000 krónur.

c) Námskeið/fyrirlesarar – Söfn sækja ein um

 • Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrk í flokk c) Námskeið/fyrirlesarar og hlotið mest einn styrk.
 • Hvert safn getur að hámarki hlotið einn styrk í þessum flokki.
 • Þessi flokkur styrks er ætlaður sem styrkveiting til námskeiðshalds eða fyrirlestra innanlands sem gæti nýst safninu sem heild sem og stærri hóp safnamanna.
 • Hver styrkur er að hámarki 300.000 krónur.

d) Námskeið/fyrirlesarar – Samstarfsverkefni viðurkenndra safna

 • Viðurkennd söfn geta sótt um í samstarfi um styrk í flokk d) Námskeið/fyrirlesarar – samstarfsverkefni. Er samstarfið þá á milli a.m.k. tveggja viðurkenndra safna, einnig geta fleiri aðilar verið þátttakendur í þessum styrkumsóknum.
 • Þessi flokkur styrks er ætlaður sem styrkveiting til námskeiðshalds eða fyrirlestra innanlands sem gæti nýst stærri hóp safnamanna.
 • Hvert safn getur verið aðili að fleiri en einni umsókn.
 • Ef söfn sækja um í samstarfi, getur hver styrkur verið að hámarki 600.000 krónur.

Tengill á umsóknavef safnaráðs: https://safnarad.eydublod.is/Forms