Hertar samkomutakmarkanir – 10 manna fjöldatakmarkanir

Taka gildi frá og með 31. október

Safnaráð vekur athygli á hertari samkomutakmörkunum. 10 manna fjöldatakmarkanir taka gildi frá og með 31. október og nú verða það börn fædd 2015 og síðar sem ekki teljast með í hámarksfjölda. Í minnisblaði sóttvarnarlæknis stendur: „10. Söfn og aðrir opinberir staðir tryggi að farið sé eftir tíu manna fjöldatakmörkum, bil milli ótengdra aðila sé yfir tvo metra.“

Athugið að ekki er gerð krafa af hálfu safnaráðs hvort söfn hafi opið eða loki, en söfn skulu íhuga vel hvort þau hafa tök á því að hafa opið við þessar aðstæður.

 

Þær samkomutakmarkanir sem eiga við söfn gilda um allt land frá og með 31. október.

  • Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými eru 10 einstaklingar.
  • Börn fædd 2015 og síðar teljast ekki með í hámarksfjölda.
  • Nálægðartakmörk verða tveir metrar á milli ótengdra aðila.
  • Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk er skylt að andlitsgríma verði notuð.
  • Tryggja skal að blöndun einstaklinga verði ekki á milli hólfa, hvorki í inngangi/útgangi, salernisaðstöðu, veitingasölu eða annarri þjónustu og að fyllstu sóttvarnaráðstafana sé gætt.
  • Hvatt er til fjarvinnu þar sem því verður við komið.
  • Tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt getur það leitt til munnvatnsúðamengunar í andrúmslofti þar sem loftræsting er ekki fullnægjandi.
  • Tryggður verði aðgangur að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa.
  • Sinnt verði þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta eins oft og unnt er.
  • Almenningur og starfsmenn verði minntir á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum.

Sjá á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/10/30/Hertar-sottvarnaradstafanir-fra-31.-oktober/

Hér er beinn tengill á minnisblað sóttvarnarlæknis: https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20a%c3%b0ger%c3%b0ir%20innanlands%2029102020.pdf

Hér má finna leiðbeiningar frá Landlækni fyrir rekstraraðila varðandi COVID-19.