Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2020

Opnað hefur verið fyrir skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2020 og er skilafrestur þann 3. nóvember næstkomandi.

Nú er safnaráð komið í samstarf við Hagstofu Íslands og mun sinna talnasöfnun um starfsemi viðurkenndra safna með upplýsingum úr Árlegu skýrslunni, því munu viðurkennd söfn ekki þurfa að skila til Hagstofunnar sérstakri skýrslu.

Hagstofan safnar tölulegum upplýsingum um íslenskt samfélag og má finna birtar upplýsingar um starfsemi safna hér.