Listasafn Háskóla Íslands hefur fengið stöðu viðurkennds safns

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 10. október 2017 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011.

Ráðherra veitti að tillögu ráðsins einu safni viðurkenningu, Listasafni Háskóla Íslands.

Safnaráð tekur við umsóknum um viðurkenningu til afgreiðslu á árinu 2018 til 31. ágúst 2018. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið má fá hér.