Fréttir af vefsíðu og umsóknum

Vefsíða

Eins og glöggir sjá, þá er vefsíða safnaráðs komin í loftið á ný eftir að hafa lent í hruni vefhýsingarfyrirtækisins 1984. Virðist vera sem allt efni hafi bjargast og erum við því þakklát, en ef notendur finna villur, þá má endilega koma skilaboðum á framfæri á netfangið thora@safnarad.is. Póstur safnaráðs varð ekki fyrir áhrifum svo best sem við vitum auk þess sem hrunið hafði ekki heldur áhrif á Umsóknavef safnaráðs.

Umsóknir um símenntunarstyrki

Umsóknarfrestur fyrir umsóknir um símenntunarstyrki til viðurkenndra safna rann út 18. október síðastliðinn. Hefur safnaráð farið yfir umsóknirnar og sent tillögu sína til mennta- og menningarmálaráðherra, en ráðherra úthlutar úr safnasjóði. Gert er ráð fyrir því að niðurstaða úr úthlutun verði gerð kunnug fyrir árslok í síðasta lagi.

Umsóknir um styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs 2018

Umsóknarfrestur fyrir umsóknir um styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs 2018 rann út 15. nóvember síðastliðinn. Safnaráð mun eftir fremsta megni fylgja eftirfarandi tímalínu vegna umsóknanna, með þeim fyrirvara að dagsetningar geta hnikað aðeins til:

  • Opnað var fyrir umsóknir í safnasjóð 15. október 2017
  • Lokafrestur fyrir umsóknir var 15. nóvember 2017
  • Matsnefnd fær umsóknir til skoðunar 1. desember 2017
  • Fyrsti fundur matsnefndar í síðasta lagi 10. janúar 2018
  • Úthlutunarfundur matsnefndar safnaráðs 25. janúar 2018
  • Tillaga matsnefndar send til ráðherra fyrir 1. febrúar 2018