Úthlutun úr safnasjóði árið 2013

Safnaráði bárust alls umsóknir frá 61 aðila um styrk úr safnasjóði árið 2013. Umsóknir um rekstrarstyrki voru 47 og umsóknir um verkefnastyrki 171. Safnaráð gerði tillögu um úthlutun úr safnasjóði til mennta- og menningarmálaráðherra sem úthlutaði úr sjóðnum þann 30. apríl s.l.

44 söfn fengu úthlutað rekstrarstyrk að upphæð 1.000.000 kr. 14 samstarfsstyrkir voru veittir og 104 verkefnastyrkir. Alls var úthlutað 115.530.000 úr sjóðnum að þessu sinni. Hér má sjá lista yfir þá sem fengu úthlutað úr sjóðnum í ár.