Staðfesting stofnskráa

Safnaráð tekur nú á móti stofnskrám safna til staðfestingar í samræmi við safnalög nr. 141/2011.

Samkvæmt 10. gr. safnalaga nr. 141/2011 er staðfesting safnaráðs á stofnskrá safns skilyrði þess að safn geti öðlast viðurkenningu samkvæmt safnalögum.

Staðfesting safnaráðs á stofnskrá felur þó ekki í sér viðurkenningu á safninu.

Staðfesting stofnskráa

1.Forsvarsmaður safns (safnstjóri eða formaður stjórnar) skal senda formlega beiðni til safnaráðs um staðfestingu stofnskrár. Beiðninni skulu fylgja tvö eintök af stofnskránni í frumriti, undirrituð af stjórn safnsins

2.Uppfylli stofnskrá skilyrði safnaráðs er stofnskráin staðfest í tveimur samhljóða frumeintökum og skal annað varðveitt hjá safnaráði en hitt hjá safninu.

3. Uppfylli stofnskrá ekki skilyrði safnaráðs mun safnið fá tilkynningu þar um og upplýsingar um hvað þarf að bæta eigi stofnskrá að hljóta staðfestingu safnaráðs.

4. Verði breytingar gerðar á stofnskrá safns skal safn sækja að nýju um staðfestingu safnaráðs.

 

Hér má finna leiðbeiningar safnaráðs um innihald stofnskráa.