Auglýsing v. umsókna í safnasjóð 2013

Styrkir til safna skv. safnalögum nr. 141/2011

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum frá menningarminjasöfnum, náttúruminjasöfnum og listasöfnum, um styrki úr safnasjóði á árinu 2013.

Hlutverk safnasjóðs er að styrkja starf þeirra safna sem falla undir safnalög nr. 141/2011. Safnaráð úthlutar úr sjóðnum samkvæmt safnalögum og úthlutunarreglum ráðsins frá 19. júlí 2010. Upphæð og fjöldi veittra styrkja fer eftir fjárveitingu á fjárlögum og umsóknum.

Til þess að geta sótt um rekstrarstyrk úr safnasjóði þarf safn að uppfylla skilyrði skv. ákvæðum 10. gr. safnalaga m.a. um að safn skuli hafa tryggðan fjárhagsgrundvöll.

Söfn sem hljóta rekstrarstyrk á fjárlögum munu ekki hljóta rekstrarstyrk úr safnasjóði sama ár, en geta sótt um verkefnastyrki.

Tekið verður tillit til samningsbundinna samstarfsverkefna við söfn/setur/sýningar/aðra starfsemi á sviði safnastarfs við ákvörðun rekstrarstyrkja.

Áhersla verður lögð á úthlutun verkefnastyrkja.

Umsóknarfrestur er til 26. mars 2013. Umsóknum skal skila með því að fylla út umsóknareyðublað á vefsíðu safnaráðs: www.safnarad.is. Öllum fylgigögnum með umsókn skal skila áður en umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar á skrifstofu safnaráðs.

Safnaráð
Suðurgötu 41
101 Reykjavík
safnarad@safnarad.is
S: 530 2216