Framhaldsaðalfundur FÍSOS

5. febrúar kl. 20 í Kornhúsinu, Árbæjarsafni

Stjórn FÍSOS boðar til framhaldsaðalfundur þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00.

Fundurinn verður haldinn í Kornhúsinu, Árbæjarsafni
Dagskrá fundar:
1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.   Hækkun félagsgjalda.
3.   Nýútkomin skýrsla vinnuhóps um breytingar og endurmat á FÍSOS kynnt.           Umræður.
4.   Farskóli FÍSOS 2013 og 2014.
5.   Önnur mál
Á aðalfundi FÍSOS sem haldinn var 20. september síðastliðinn í Hofi á Akureyri var ákveðið að halda áfram með fundinn eftir útgáfu skýrslu vinnuhóps um breytingar og endurmat á FÍSOS, en á fundinum voru drög að skýrslunni kynnt og félagsmenn hvattir í framhaldinu til að koma með athugasemdir. Nú er skýrslan tilbúin og er send félagsmönnum með þessu fundarboði. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um það hvort breytinga sé þörf.
Léttar veitingar
Sjá skýrsluna hér
Sjá frétt á heimasíðu FÍSOS hér.