Safnaráð er flutt í nýtt húsnæði í Austurstræti

Undanfarin sjö ár hefur skrifstofa Safnaráðs verið til húsa að Lækjargötu 3 í Gimli sem er friðlýst hús byggt  árið 1905. Starfsfólk Safnaráðs kveður litla kastalann í Lækjargötu að sinni og þökkum fyrir góðar stundir á liðnum árum. Nú hefur Safnaráð aðsetur í Austurstræti 5 á fjórðu hæð. Skrifstofa safnaráðs verður þar áfram í góðra …

Leiðarvísir um gerð viðbragðsáætlunar

Forvarnir og  viðbragðsáætlanir til verndunar menningarminja hafa verið í brennidepli hjá safnaráði undanfarið. Þar sem Ísland hefur nú staðfest Haag-samning UNESCO frá 1954 um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka felur það í sér skuldbindingu um að öll viðurkennd söfn á Íslandi vinni að forvarnarstarfi og gerð viðbragðsáætlana vegna ýmiss konar ógna t.a.m. náttúru- og …

Ársskýrsla safnaráðs 2023

Ársskýrsla safnaráðs 2023 hefur verið birt á vef safnaráðs. Skýrsluna má finna hér. 

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2025  Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 6. nóvember 2024 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs   UMSÓKN um styrk til eins árs úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025 Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um …

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Opið fyrir umsóknir til 30. september 2024 Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 á árinu 2024 er 30. september 2024. Allar upplýsingar um umsóknir má finna hér: https://safnarad.is/vidurkennd-sofn/umsokn-um-vidurkenningu/   

Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf

  Samkvæmt safnalögum er eitt hlutverk safnaráðs að vinna að Stefnumörkun um safnastarf sem var unninn í samstarfi við höfuðsöfnin og samþykkt af ráðherra 2020. Þetta var fyrsta útgefna stefnumörkunin um safnastarf sem er samþykkt af ráðherra og kynnt fyrir ríkisstjórn og nýtist til að skilgreina verkefni og ná utan um ábyrgð safna, eigenda þeirra …

Sumarlokun safnaráðs frá 8. júlí – 6. ágúst

Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 8. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450. Við minnum ferðalanga á að hægt er að heimsækja söfn hvar sem er á landinu og á heimasíðu okkar má finna kort sem sýnir staðsetningu …

Ráðstefna um verndun menningarminja

Dagana 11.-12. júní sótti Safnaráð ráðstefnu í Stokkhólmi sem bar yfirskriftina Cultural Heritage and Cultural Resilience – Nordic-Baltic Conference on Civil Preparedness sem mætti þýða sem ”Menningararfleifð og menningarlegt viðnám – Norræn-Baltnesk ráðstefna um forvarnir“. Hér má finna upptöku af fyrirlestrum og umræðum frá fyrsta deginum.  Forvarnir og  viðbragðsáætlanir til verndunar menningarminjum hafa verið í …

Íslensku safnaverðlaunin afhent 2024

Listasafn Reykjavíkur hlaut safnaverðlaunin 2024 Á Alþjóðlega safnadeginum 18. maí voru Íslensku safnaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn. Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) standa saman að verðlaununum, sem eru viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Listasafn Reykjavíkur fyrir framsækið miðlunarstarf, en í …

Málþing: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna

Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og safnaráð boða til málþings í aðdraganda Alþjóðlega safnadagsins undir yfirskriftinni Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2024. Málþingið verður haldið í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, þriðjudaginn 14. maí kl. 13:00-14:30 en að því loknu verður boðið upp á léttar veitingar og í framhaldi af því verður …