Safnasóknin 2024

Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) hefur farið af stað með áhugavert og mikilvægt verkefni sem ber yfirskriftina Safnasóknin 2024. Markmiðið er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem söfnin sinna og þeim vanda sem þau söfn standa frammi fyrir. Safnafólki úr hverjum landshluta er boðið á fundina og haldnir verða fjórir vinnufundir víðsvegar um landið: á Siglufirði, Egilsstöðum, í Stykkishólmi og Reykjavík. Tveir fundir eru nú þegar búnir, þeir voru á Egilsstöðum þann 16 apríl og Siglufirði þann 18. apríl. Næsti fundur er 30. apríl á Stykkishólmi í ráðhúsinu og síðasti fundurinn verður þann 2. maí í Reykjavík í Lækjargötu á Árbæjarsafni.  

Fundirnir byggja á umræðum þar sem annars vegar verður rætt um mikilvægi safna fyrir samfélagið, styrkleika þeirra, tækifæri og ógnir og hins vegar hvaða aðgerðum sé hægt að beita til að vekja athygli ólíkra hópa á mikilvægi þeirra, svo sem þingmanna, sveitarstjórna, almennings og ferðaþjónustuaðila. 

Umræðum og hugmyndum sem koma upp á fundunum verður safnað saman og útbúinn skýrsla um stöðuna og aðgerðaáætlun. Niðurstaðan verður kynnt á Farskólanum og í framhaldinu verður svo stofnaður hagsmunahópur safna. 

Þar sem þetta eru hugmyndafundir væri best að fá sem flesta á fundina og eru öll sem koma að safnastarfi velkomin. Ekki verður hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað en það er til skoðunar að bæta við einum rafrænum fundi.

Skráningarform, svo hægt sé að áætla léttar kaffiveitingar, má finna hér: https://forms.gle/6JoN5xv9YUAHQkaRA 

Dagrún Ósk Jónsdóttir, verkefnisstjóri FÍSOS er ábyrgðaraðili verkefnisins og hægt að hafa samband við hana á netfanginu doj5@hi.is ef einhverjar spurningar eru. 

Nánari upplýsingar og tímasetningar fyrir fundi má finna á heimasíðu FÍSOS:

Safnasóknin 2024