Ný reglugerð vegna fjöldatakmarkana tekur gildi 24. febrúar – hámark 200 manns í rými á söfnum

Gildistími nýrrar reglugerðar um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar er til og með 17. mars nk. 

Söfn: Viðskiptavinir mega vera allt að 200 að hámarki í stað 150 áður, að uppfylltum skilyrðum reglugerðarinnar um fermetrafjölda. Áfram gilda 2 metra nálægðarmörk og grímuskylda.

Reglur um fjöldatakmarkanir samkvæmt 3. gr. reglugerðarinnar um fjöldatakmörkun, sjá 3. m.gr. 3.gr.

  • Söfn og aðrir opinberir staðir megi taka á móti 5 einstaklingum á hverja 10 m2 að hámarki 200 manns.
  • Heimilt er að hafa allt að 50 starfsmenn í sama rými og ofantalda 200 gesti.
  • Gætt skuli að 2ja metra nándarreglu og skylt að bera andlitsgrímu þar sem regluna er ekki hægt að viðhafa.
  • Í öllum stöðum innandyra þar sem umgangur fólks er nokkur skal þrífa eins oft og unnt er, sérstaklega algenga snertifleti. Auk þess skal minna almenning og starfsmenn á einstaklingsbundnar sóttvarnir, svo sem munnlega, með merkingum eða skiltum. Góð loftræsting skal viðhöfð.
  • Við alla innganga skal tryggja aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um rými og talin er þörf á, meðal annars við afgreiðslukassa.
  • Athugið að hámarksfjöldi gesta á við venjubundna starfsemi og viðburði á vegum safnsins, ef um aðra viðburði er um að ræða á annarra vegum (verðlaunaafhendingar, fundir, málþing, einkasamkvæmi) þá gilda 50 manna hefðbundnar nálægðartakmarkanir
  • Áfengisveitingar: þær eru ekki heimilar á menningarviðburðum ef hámarksfjöldi er nýttur. Ef áfengisveitingar eru veittar, þá gilda 50 manna hefðbundnar nálægðartakmarkanir.
  • Nálægðartakmörk verða tveir metrar á milli ótengdra aðila.
  • Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar.

Þetta þýðir að lágmarksstærð þess rýmis sem hámarksfjöldi gesta, 200 manns, megi vera í á hverjum tíma, er 400 m² (fermetrar).

Sjá frétt á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/02/23/COVID-19-Fjoldatakmork-verda-50-manns-fra-24.-februar/