Ný reglugerð um sóttvarnaráðstafanir frá 13. janúar

Hámarksfjöldi nú 20 manns í hverju sóttvarnarými.

Ný reglugerð um sóttvarnaráðstafanir tekur gildi 13. janúar.
Þær breytingar frá fyrri ráðstöfunum sem viðkoma söfnum eru þær, að almennar fjöldatakmarkanir verði miðaðar við 20 manns og eru börn fædd 2005 og síðar undanþegin þeirri tölu. Þarna er verið að miða við hvert sóttvarnarými.

Samkomutakmarkanir sem gilda frá 13. janúar til 17. febrúar 2021

  • Hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými (hverju sóttvarnarými) eru 20 einstaklingar. Starfsfólk safna telst ekki með i þeirri tölu.
  • Ákvæði um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímuskyldu taka ekki til barna sem fædd eru 2005 og síðar.
  • Nálægðartakmörk verða tveir metrar á milli ótengdra aðila.
  • Þar sem ekki er hægt að viðhafa nálægðarmörk er skylt að andlitsgríma verði notuð.
  • Tryggja skal að blöndun einstaklinga verði ekki á milli hólfa, hvorki í inngangi/útgangi, salernisaðstöðu, veitingasölu eða annarri þjónustu og að fyllstu sóttvarnaráðstafana sé gætt.
  • Hvatt er til fjarvinnu þar sem því verður við komið.
  • Tryggja skuli góð loftgæði og stilla hávaða í hóf því ef fólk þarf að tala hátt getur það leitt til munnvatnsúðamengunar í andrúmslofti þar sem loftræsting er ekki fullnægjandi.
  • Tryggður verði aðgangur að handsótthreinsi fyrir almenning og starfsmenn við innganga og í grennd við yfirborð sem margir snerta s.s. snertiskjái og afgreiðslukassa.
  • Sinnt verði þrifum og sótthreinsun yfirborða sem margir snerta eins oft og unnt er.
  • Almenningur og starfsmenn verði minntir á einstaklingssóttvarnir með merkingum og skiltum.

Sjá frétt á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/01/08/COVID-19-Takmarkanir-a-samkomum-rymkadar-fra-13.-januar/

Leiðbeiningar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu fyrir menningarstarfsemi: Leiðbeiningar fyrir menningarstarfsemi og viðburði vegna COVID-19 á hættustigi almannavarna

Leiðbeiningar frá landlækni, m.a. um sóttvarnarhólf: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item43695/Leidbeiningar-um-rymi-utanhuss-og-innandyra-vegna-COVID-19-

Upplýsingavefur um kórónaveiru á Íslandi, https://www.covid.is/