Eitt safn fær viðurkenningu

  Mennta- og menningarmálaráðherra hefur tekið til umfjöllunar tillögu safnaráðs frá 25. október 2016 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins einu safni viðurkenningu, Sjóminjasafni Austurlands. Safnaráð tekur við umsóknum um viðurkenningu til afgreiðslu á árinu 2017 til 31. ágúst 2017. Frekari upplýsingar um umsóknarferlið má fá hér.

Lesa meira

Nýtt safnaráð skipað

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað í safnaráð 1. janúar 2017 – 31. desember 2020 SAFNARÁÐ SKIPA: Aðalfulltrúar: Ólafur Kvaran, formaður, skipaður án tilnefningar Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, skipuð án tilnefningar Haraldur Þór Egilsson, tilnefndur af Félagi íslenskra safna og safnmanna (Opnast í nýjum vafraglugga) Helga Lára Þorsteinsdóttir, tilnefnd af Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráði safna Sigríður Björk Jónsdóttir,  tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga (Opnast …

Lesa meira

Skrifstofa safnaráðs flutt

Nú í byrjun janúar flutti skrifstofa safnaráðs sig um set í Lækjargötu 3, 101 Reykjavík í húsið Gimli eftir sjö ára veru í safnhúsi Þjóðminjasafnsins. Í Gimli eru meðal annars einnig til húsa Listahátíð í Reykjavík og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Skrifstofa safnaráðs er einnig komið með nýtt símanúmer 534-2234.

Lesa meira