Farskóli FÍSOS 2022 – Fagráðstefna safnafólks

Farskóli FÍSOS 2022 fór fram sl. september í fallegum haustlitum Hallormstaðarskógar. Farskólinn er árleg fagráðstefna safnafólks á Íslandi og í ár var yfirskrift hans Söfn á tímamótum. Vegleg dagskrá var að þessu sinni með afar áhugaverðum fyrirlesurum, spennandi málstofum og skoðunarferðum vítt og breitt um svæðið þar sem fjallað var um fjölbreyttar hliðar safnastarfsins. Safnaráð …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2023

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2023  Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 fimmtudaginn 20. október 2022 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs   Styrkir til eins árs Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við …

Ný safnaskilgreining samþykkt á Alheimsþingi ICOM

Ný safnaskilgreining var samþykkt á Alheimsþingi ICOM sem var haldið í Prag í Tékklandi, 20. – 28. ágúst með standandi lófataki þátttakenda eftir nokkura ára samþykktarferli þar sem leitað var til allra undirdeilda ICOM. Ný skilgreining er eftirfarandi: „A museum is a not-for-profit, permanent institution in the service of society that researches, collects, conserves, interprets …

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011, til að umsóknin verði yfirfarin áður en umsóknarfrestur í safnasjóð fyrir árið 2023 rennur út, er 15.  september 2022. Umsóknareyðublað vegna viðurkenningar safns má finna hér, eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókninni:  Staðfesting frá eiganda og/eða stjórn safns um að óskað er eftir …

Frá talnaefni Hagstofunnar: safngestum fækkaði um 45% milli 2019 og 2020

Safnaráð safnar upplýsingum um starfsemi viðurkenndra safna á Íslandi og skilar safnaráð þessum upplýsingum til Hagstofu Íslands. Hagstofan vinnur svo frekar úr gögnunum auk þess sem hún safna upplýsingum um aðra safnastarfsemi í árlegri gagnasöfnun. Í fréttinni kemur fram að safngestum safna almennt fækkaði um 45% á milli áranna 2019 og 2020 hjá 112 söfnum …

Sumarfrí safnaráðs 6. júlí – 3. ágúst.

Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 3. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450.

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí og Íslensku safnaverðlaunin afhent

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert en Alþjóðaráð safna, ICOM, hefur staðið fyrir safnadeginum síðan 1977. Á ári hverju velur ICOM Alþjóðlega safnadeginum yfirskrift er tengist málefnum sem eru í brennipunkti í samfélaginu. Yfirskrift dagsins í ár er „Mikill er máttur safna“ Íslensku safnaverðlaunin 2022 voru svo afhent í þrettánda sinn á …

Málþing 9. maí – Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði!

Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði! Safnaráð, Íslandsdeild ICOM og FÍSOS boða til málþings í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 9. maí kl. 13:00-16:00 undir yfirskriftinni: Við tölum ekki um geymslur – heldur varðveisluhúsnæði! Málþinginu verður einnig streymt, sjá upplýsingar hér á viðburði á Facebook   Fjallað verður um eftirlit og stöðu varðveislumála safna …

Aðalúthlutun 2022

Menningarmálaráðherra hefur úthlutað í aðalúthlutun safnasjóðs 2022 Á fundi safnaráðs þann 9. febrúar sl. voru samþykktar umsagnir ráðsins um styrkumsóknir úr aðalúthlutun safnasjóðs 2022, í samræmi við ákvæði 7. gr. safnalaga nr. 141/2011. Gerðar voru tillögur til menningarmálaráðherra um úthlutun styrkja úr sjóðnum, en skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði …