Aukaúthlutun úr safnasjóði 2024

Logi Einarsson menningarráðherra hefur nú úthlutað 23.660.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Úr aukaúthlutun 2024 var 74 styrkjum úthlutað til 38 viðurkenndra safna, 53 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 21 styrkur til stafrænna kynningarmála. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Listi yfir styrkveitingar úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024   Úthlutun úr safnasjóði …

Safnaráð heimsækir söfn á Vesturlandi

Árleg ferð safnaráðs fór fram í nóvember og fjögur söfn voru heimsótt á Vesturlandi. Það voru Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Byggðasafn Borgarfjarðar, Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og Landbúnaðarsafn Íslands.  Auk ráðsmanna voru með forstöðumenn höfuðsafnanna þriggja sem sitja fundi safnaráðs stöðu sinnar vegna ásamt starfsfólki skrifstofu safnaráðs sem voru með í för. …

Árlegur samráðsfundur menningarráðherra og fagfélaga safnastarfs

Samkvæmt 7.gr. safnalaga nr. 141/2011 skal Safnaráð boða til samráðsfundar a.m.k. árlega með menningarráðherra og fulltrúum höfuðsafna ásamt þeim fagfélögum sem koma að starfi þeirra safna sem starfa undir safnalögum. Fyrsti samráðsfundur menningar- og viðskiptaráðherra og fagfélaga safnastarfs var haldinn þriðjudaginn 19. nóvember 2024 í húsakynnum Safnaráðs að Austurstræti 5, en Safnaráð semur reglur um …

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2024

Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, mánudaginn 25. nóvember 2024. Í aukaúthlutun safnasjóðs árið 2024 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Hér má finna umsóknareyðublað. UPPLÝSINGAR …

Farskóli FÍSOS 2024 á Akureyri

Farskóli safnafólks í ár bar yfirskriftina Hvert er erindið? Umbreyting í safnastarfi og fór fram dagana 2.-4. október á Akureyri. Fagráðstefna safnafólks er bæði vettvangur fyrir umræður um það sem ber hæst í safnastarfi, en líka tækifæri til endurmenntunar. Á þessum 36. Farskóla FÍSOS var þétt og fjölbreytt dagskrá í boði. Starfsfólk safna er ávallt að …

Alþjóðasamtökin Blái skjöldurinn

Safnaráð sótti ársþing og ráðstefnu alþjóðasamtaka Bláa skjaldarins daganna 9.-12. september sl. Ráðstefnan var haldin í Búkarest í Rúmeníu í samstarfi við Minjastofnun Rúmeníu (the Romanian National Institute for Heritage) en yfirskrift hennar var Shielding the Past: 70 years of the Hague Convention í tilefni af 70 ára afmæli Haag-samnings UNESCO frá 1954 um vernd …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Opið er fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2025  Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 miðvikudaginn 6. nóvember 2024 og sótt er um á umsóknavef safnasjóðs   UMSÓKN um styrk til eins árs úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025 Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um …

Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf

  Samkvæmt safnalögum er eitt hlutverk safnaráðs að vinna að Stefnumörkun um safnastarf sem var unninn í samstarfi við höfuðsöfnin og samþykkt af ráðherra 2020. Þetta var fyrsta útgefna stefnumörkunin um safnastarf sem er samþykkt af ráðherra og kynnt fyrir ríkisstjórn og nýtist til að skilgreina verkefni og ná utan um ábyrgð safna, eigenda þeirra …

Sumarlokun safnaráðs frá 8. júlí – 6. ágúst

Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 8. júlí til 6. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450. Við minnum ferðalanga á að hægt er að heimsækja söfn hvar sem er á landinu og á heimasíðu okkar má finna kort sem sýnir staðsetningu …

Íslensku safnaverðlaunin afhent 2024

Listasafn Reykjavíkur hlaut safnaverðlaunin 2024 Á Alþjóðlega safnadeginum 18. maí voru Íslensku safnaverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn. Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) standa saman að verðlaununum, sem eru viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Listasafn Reykjavíkur fyrir framsækið miðlunarstarf, en í …