Alþjóðlegi safnadagurinn 2024

Málþing: Söfn í þágu fræðslu og rannsókna

Yfirskrift Alþjóðlega safnadagsins í ár, Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, snýr að mikilvægi menningarstofnana þegar kemur að því að bjóða upp á heildræna fræðslu og tækifæri til þekkingaröflunar. 

Söfn eru fræðslumiðstöðvar samfélagsins þar sem þau glæða forvitni, sköpunargleði og gagnrýna hugsun. Nú í ár er vakin athygli á þætti safna í að styðja við rannsóknir og skapa vettvang til að kanna og deila hugmyndum. Hvort sem viðfangið er saga eða listir, tækni eða vísindi, þá efla þau skilning og þekkingu okkar á heiminum í gegnum fræðslu og rannsóknir. Þann 18. maí næstkomandi verður dagurinn haldin hátíðlegur með því að leiðarsljósi að stuðla að vitundarvakningu í þessum efnum, sem og að ýta undir sjálfbæra hugsun og auka jöfnuð á heimsvísu. 

Þriðjudaginn 14. maí – Málþing

Íslandsdeild ICOM, FÍSOS ásamt safnaráði standa fyrir málþingi í tilefni Alþjóðlega safnadagsins. Yfirskrift málþingsins er,  Söfn í þágu fræðslu og rannsókna, sem jafnframt er þema safnadagsins árið 2024.
Málþingið verður haldið í fyrirlestrarsal Kjarvalsstaða, Listasafn Reykjavíkur og hefst kl. 13:00-14:30 að því loknu verður boðið upp á kaffi veitingar og kl. 15:00 verður leiðsögn um sýningu Borghildar  Óskarsdóttir: Aðgát.
Á dagskránni verða erindi sem varpa ljósi á verkefni safna í þágu rannsókna og fræðslu,hér má sá nánari dagskrá.

Gagnvirkt yfirlitskort

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum  hefur Alþjóðaráð safna (ICOM) unnið að nýju gagnvirku yfirlitskorti. Markmiði með kortinu er að safna saman safnaviðburðum á heimsvísu fyrir daginn. Kortið verður því yfirgripsmikið yfirlit á safnastarfi og varpar ljósi á það fjölbreytta starf sem fer fram í söfnum og menningarstofnunum um heim allan í tilefni dagsins. Söfn, sýningarstaðir og menningarstofnanir frá öllum heimshornum eru hvött til að sýna samstöðu, vekja athygli á starfi sínu en jafnframt vekja athygli á alþjóðlegum málstað menntunar og rannsókna.

Hægt er að fara inn á heimasíðu https://icom.museum/en og skrá þá viðburði sem skipulagðir eru í tilefni af alþjóðlega safnadeginum 18. maí 2024

Ert þú með viðburð í tilefni af Alþjóðlega safnadaginn 2024?!

Heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna

Á hverju ári síðan 2020 hefur Alþjóðlegi safnadagurinn varpað ljósi á valin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en í ár er lögð áhersla á eftirfarandi markmið: 

  • 4. Menntun fyrir öll: Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi. 
  •  9. Nýsköpun og uppbygging: Byggja upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfstæðri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 

Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 2024 hvetjum við öll til þátttöku og fagna með okkur, og ennfremur huga að þeim mikla þekkingarauði sem söfn hafa að geyma og leggjum okkur fram um að byggja betri heim í sameiningu, með jöfnuð og framfarir að leiðarljósi!