Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2026

Opið er fyrir umsóknir til kl. 16.00, fimmtudaginn 20. nóvember 2025 UMSÓKN um styrk til eins árs úr aðalúthlutun safnasjóðs 2026 Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við viðurkennd söfn, þar sem viðurkennda safnið er ábyrgðaraðili. …

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2025

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2025. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, fimmtudaginn 13. nóvember 2025. Í aukaúthlutun safnasjóðs árið 2025 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða …

Fjórir nýir heiðursfélagar FÍSOS

Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) hefur útnefnt fjóra einstaklinga nafnbótinni heiðursfélagi FÍSOS. Þau eiga öll það sameiginlegt að hafa sinnt safnamálum af miklum metnaði í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í samfélagi safnafólks. Þetta eru þau: Elín S. Sigurðardóttir, Frosti F. Jóhannesson, Guðmundur Ólafsson og Inga Jónsdóttir Texti fenginn af vef FÍSOS Elín S. …

Ársskýrsla Safnaráðs 2024

Ársskýrsla safnaráðs 2024 hefur verið birt á vef safnaráðs. Skýrsluna má finna hér. 

Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2025

Opnað hefur verið fyrir skil á Árlegri skýrslu viðurkenndra safna 2025 og er skilafrestur þann 15. október næstkomandi. Árleg skýrslu viðurkenndra safna til safnaráðs er hluti af eftirliti safnaráðs með rekstri safns. Upplýsingar úr þessum skýrslum eru birtar m.a. í Ársskýrslum safnaráðs, auk þess sem safnað er upplýsingum fyrir Hagstofu Íslands sem þau birta á sínum vef. Viðbragðsáætlanir …

Árlegur samráðsfundur ráðherra og fagfélaga í safnastarfi

Í byrjun sumars 25. júní fór fram árlegur samráðsfundur menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og fagfélaga safnastarfs í húsakynnum Safnaráðs að Austurstræti 5. Samráðsfundur er eins til tveggja klukkutíma staðfundur sem boðaður er að jafnaði einu sinni á ári og er til þess fallinn að eiga samtal um málefni safnastarfs. Fundurinn er haldinn samkvæmt  7.gr. safnalaga …

Umsókn um viðurkenningu safns samkvæmt safnalögum

Opið fyrir umsóknir til 30. september 2025 Safnaráð minnir á að síðasti skiladagur umsókna um viðurkenningu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 er 30. september 2025. Allar upplýsingar um umsóknir má finna hér: https://safnarad.is/vidurkennd-sofn/umsokn-um-vidurkenningu/ 

Sumarlokun safnaráðs frá 7. júlí – 5. ágúst

Skrifstofa safnaráðs verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 7. júlí til 5. ágúst. Ef erindið er brýnt má ná í Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra safnaráðs í síma 820-5450. Við minnum ferðalanga á að hægt er að heimsækja söfn hvar sem er á landinu og á heimasíðu okkar má finna kort sem sýnir staðsetningu …

Málþing: Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur 18. maí ár hvert en ICOM, Alþjóðaráð safna, hefur staðið fyrir deginum síðan árið 1977.Í tilefni dagsins halda Safnaráð, Íslandsdeild ICOM og FÍSOS árleg málþing sem tengist yfirskrift dagsins. Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og Safnaráð buðu til málþingsins 21. maí síðastliðinn í Þjóðminjasafninu, en þar var meðal annars fjallað um söfn …

Alþjóðlegi safnadagurinn 2025

Í tilefni Alþjóðlega safnadagsins 2025 fer fram málþing miðvikudaginn 21. maí í fyrirlestrasal Þjóðminjasafn Íslands.  Í heimi sem er á sífelldri hreyfingu og átök verða sífellt meira áberandi býður þema safnadagsins í ár, Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum, okkur að huga að hlutverki og umhverfi safna í þessu tilliti. Íslandsdeild ICOM, FÍSOS og Safnaráð bjóða …