Nýtt safnaráð skipað

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur skipað nýtt safnaráð, en skipunartími þess er 1. febrúar 2025 – 31. janúar 2029. Í ráðinu sitja: Aðalfulltrúar Vilhjálmur Bjarnason, formaður, skipaður án tilnefningar Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, skipuð án tilnefningar Guðrún Dröfn Whitehead, tilnefnd af Íslandsdeild ICOM, alþjóðaráðs safna Hlynur Hallsson, tilnefndur af Félagi íslenskra safna og safnmanna  Jóhanna Erla …

Lesa meira

Viðbragðsáætlanir viðurkenndra safna

Forvarnir og viðbragðsáætlanir gegna lykilhlutverki við að tryggja menningararf okkar til framtíðar og því er mikilvægt að á hverju safni sé til viðbragðsáætlun sem segir til um hvernig brugðist verður við aðsteðjandi vá svo afstýra megi áföllum. Allar menningarstofnanir eiga að undirbúa viðbragðsáætlanir við hættuástandi. Þar á meðal viðurkennd söfn á Íslandi sem eiga að …

Lesa meira

Aðalúthlutun safnasjóðs 2025

Menningarráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025 Úthlutunarboð Safnaráðs fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 14. febrúar við hátíðlega athöfn að viðstöddum góðum gestum. Logi Einarsson menningarráðherra ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum, alls 217.159.500 krónum úr safnasjóði. Styrkir til eins árs voru 114 talsins að heildarupphæð 163.259.500 kr. til 47 styrkþega. Öndvegisstyrkir 2025 – …

Lesa meira

Úthlutunarboð Safnaráðs í Þjóðminjasafninu

Úthlutunarboð Safnaráðs verður haldið í Myndasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 14. febrúar kl.16-17.  Logi Einarsson, menningarráðherra mun úthluta styrkjum úr aðalúthlutun safnasjóðs við hátíðlega athöfn. Úthlutunarboðið er í beinu framhaldi af ársfundi Höfuðsafnanna og Safnaráðs sem hefst fyrr eða kl.14:00-16:00 í Þjóðminjasafni Íslands. Á fundi safnaráðs í desember sl. samþykkti ráðið tillögu um aðalúthlutun úr safnasjóði 2025 …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2024

Logi Einarsson menningarráðherra hefur nú úthlutað 23.660.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Úr aukaúthlutun 2024 var 74 styrkjum úthlutað til 38 viðurkenndra safna, 53 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 21 styrkur til stafrænna kynningarmála. Ráðherra úthlutar úr safnasjóði að fenginni umsögn safnaráðs. Listi yfir styrkveitingar úr aukaúthlutun safnasjóðs 2024   Úthlutun úr safnasjóði …

Lesa meira

RáðStefna og málþing um málefni safna

Í nóvember sl. fór fram bæði ráðstefna og málþing sem haldin voru í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Báðir viðburðir fjölluðu um mikilvæg málefni í safnastarfi, þar hélt Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri Safnaráðs erindi fyrir hönd Safnaráðs ásamt fjölda annarra áhugaverðra fyrirlesara. Hægt er að hlýða á upptökur af viðburðunum og finna tengla og dagskrá hér …

Lesa meira

Safnaráð heimsækir söfn á Vesturlandi

Árleg ferð safnaráðs fór fram í nóvember og fjögur söfn voru heimsótt á Vesturlandi. Það voru Byggðasafnið í Görðum á Akranesi, Byggðasafn Borgarfjarðar, Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla og Landbúnaðarsafn Íslands.  Auk ráðsmanna voru með forstöðumenn höfuðsafnanna þriggja sem sitja fundi safnaráðs stöðu sinnar vegna ásamt starfsfólki skrifstofu safnaráðs sem voru með í för. …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð sendir öllum kærar jólakveðjur og þökkum samfylgdina á árinu sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný fimmtudaginn 2. janúar 2025. Með bestu óskum um gjöfult, nýtt safnaár!

Lesa meira

Árlegur samráðsfundur menningarráðherra og fagfélaga safnastarfs

Samkvæmt 7.gr. safnalaga nr. 141/2011 skal Safnaráð boða til samráðsfundar a.m.k. árlega með menningarráðherra og fulltrúum höfuðsafna ásamt þeim fagfélögum sem koma að starfi þeirra safna sem starfa undir safnalögum. Fyrsti samráðsfundur menningar- og viðskiptaráðherra og fagfélaga safnastarfs var haldinn þriðjudaginn 19. nóvember 2024 í húsakynnum Safnaráðs að Austurstræti 5, en Safnaráð semur reglur um …

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2024

Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2024. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, mánudaginn 25. nóvember 2024. Í aukaúthlutun safnasjóðs árið 2024 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina.  Hér má finna umsóknareyðublað. UPPLÝSINGAR …

Lesa meira