Menningarmálaráðherra hefur úthlutað í aðalúthlutun safnasjóðs 2022
Á fundi safnaráðs þann 9. febrúar sl. voru samþykktar umsagnir ráðsins um styrkumsóknir úr aðalúthlutun safnasjóðs 2022, í samræmi við ákvæði 7. gr. safnalaga nr. 141/2011. Gerðar voru tillögur til menningarmálaráðherra um úthlutun styrkja úr sjóðnum, en skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs. Ráðherra hefur nú ákveðið úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Heildarstyrkupphæð úr aðalúthlutun safnasjóðs 2022 er 135.390.000 kr.
Lista yfir styrki má finna hér.
Hefur því alls verið úthlutað 206.490.000 krónum úr safnasjóði árið 2022 með Öndvegisúthlutunum frá 20-22 og 21-23.
Styrkir til eins árs voru 94 talsins að heildarupphæð 118.590.000 kr. til 45 styrkþega.
Öndvegisstyrkir 2022-2024 til viðurkenndra safna voru fjórir talsins og skiptast svo: fyrir árið 2022 kr. 16.800.000, fyrir árið 2023 kr. 18.800.000 og fyrir árið 2024 kr. 11.300.000. Heildarupphæðin fyrir allan styrktímann er 46.900.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2023 og 2024 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.
Öndvegisstyrkir 2020-2022 veittir fyrir árið 2022 voru 13 talsins og styrkupphæð fyrir árið 2022 er 35.000.000 kr. Styrkveitingar má sjá hér *.
Öndvegisstyrkir 2021-2023 veittir fyrir árið 2022 voru 10 talsins og styrkupphæð fyrir árið 2022 samtals 36.100.000 kr. Styrkveitingar má sjá hér *.
Í aðalúthlutun safnasjóðs 2022 bárust sjóðnum alls 169 umsóknir frá 52 aðilum, frá 46 viðurkenndum söfnum auk átta öðrum aðilum. 158 umsóknir bárust um styrki til eins árs að heildarupphæð 272.836.113 kr. og 11 Öndvegisumsóknir bárust að heildarupphæð 123.336.000 kr. fyrir allan styrktímann 2022 – 2024 og fyrir árið 2022 43.058.000 kr.
Frekari upplýsingar má fá hjá Þóru Björk Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra safnaráðs, thora@safnarad.is.
*Athugið að ef upphæð Öndvegisstyrkja fyrri ára sem eru til greiðslu á þessu ári samræmist ekki upphaflegu úthlutuninni, er skýringin sú að styrkhafi hefur fengið frest á nýtingu styrksins.