Aðalúthlutun 2023

Á fundi safnaráðs þann 14. desember sl. samþykkti ráðið tillögu um aðalúthlutun úr safnasjóði 2023 sem send var menningarráðherra til samþykktar, en skv. 7. mgr. 22. gr. safnalaga úthlutar ráðherra styrkjum úr safnasjóði að fengnum tillögum safnaráðs. Ráðherra hefur nú ákveðið úthlutun styrkja úr sjóðnum. Heildarstyrkupphæð úr aðalúthlutun safnasjóðs 2023 er 153.010.000 kr. Hefur því …

Lesa meira

Safnanótt 2023

Safnanótt hefst föstudagskvöldið 3. febrúar. Þá munu fjölmörg söfn á höfuðborgarsvæðinu bjóða upp á litríka dagskrá frá kl. 18:00-23:00.  Í ár er áhersla lögð á óhefðbundna viðburði. Safnanótt er tilvalin fjölskylduviðburður sem veitir gestum á öllum aldri einstaka innsýn í safnastarfið frameftir kvöldi og er öllum að kostnaðarlausu. Hægt er að sjá dagskrána í heild …

Lesa meira

Aukaúthlutun úr safnasjóði 2022

Að fenginni umsögn safnaráðs, hefur menningarráðherra nú úthlutað 17.923.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2022. Úr aukaúthlutun 2022 var 58 styrkjum úthlutað til 38 viðurkenndra safna, 35 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til annarra verkefna. Heildarúthlutun ársins 2022 úr safnasjóði er því 224.413.000 kr., sem er jafnframt næsthæsta úthlutun sjóðsins frá upphafi …

Lesa meira

Tvær nýjar handbækur

Í lok síðasta árs komu út tvær nýjar handbækur, önnur í nóvember  og ber heitið “Fyrirbyggjandi forvarsla textílverka” eftir Þórdísi Önnu Baldursdóttur forvörð. Í desember kom út „Handbók um  sýningagerð og varðveislu safngripa“ í tveimur hlutum eftir Nathalie Jacqueminet forvörð. Bæði verkefnin fengu styrki úr aðalúthlutun safnasjóðs. Fjölmörg söfn á Íslandi varðveita myndverk sem gerð …

Lesa meira

Jólakveðja frá safnaráði

Safnaráð óskar safnmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa safnaráðs verður lokuð yfir jólin og opnar á ný þriðjudaginn 3. janúar 2023.

Lesa meira

Haag samningur UNESCO um vernd menningarverðmæta í stríðsátökum

Ísland staðfesti þann 12. desember 2022 Haag-samning UNESCO frá 1954 um vernd menningarverðmæta komi til vopnaðra átaka. Unnið var að fullgildingu samningsins í samstarfi menningar- og viðskiptaráðuneytis og utanríkisráðuneytis. Nú hafa nær öll lönd Evrópu staðfest samninginn. Í frétt Stjórnarráðsins frá 13. desember 2022 segir:  „Haag-samningurinn frá 1954 er mikilvægt verkfæri til verndar menningarverðmætum í …

Lesa meira

Íslensk þýðing nýrrar safnaskilgreiningar

Ný safnaskilgreining var samþykkt á Alheimsþingi ICOM sem var haldið í Prag í Tékklandi, 20. – 28. ágúst 2022. Íslensk þýðing skilgreiningarinnar er eftirfarandi: „Safn er varanleg stofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni, sem þjónar samfélaginu með rannsóknum, söfnun, varðveislu, túlkun og miðlun á áþreifanlegri og óáþreifanlegri arfleifð. Söfn eru opin almenningi, aðgengileg og inngildandi og stuðla …

Lesa meira

Dagsferð safnaráðs á Suðurland

Þann 2. nóvember fór safnaráð í dagsferð um Suðurlandið og heimsótti þar þrjú söfn. Fyrst var Byggðasafn Árnesinga heimsótt, safnstjórinn Lýður Pálsson tók á móti hópnum og gaf ágrip af sögu safnsins. Safnaráð fékk því næst að skoða glæsileg varðveisluhúsnæði Byggðasafn Árnesinga í fylgd Lindu Ásdísardóttur og Ragnhildar Sigfúsardóttur. Veiðisafnið á Stokkseyri var því  næst …

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2022

Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2022. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, 5. desember 2022 Styrkir úr aukaúthlutun eru eingöngu í boði fyrir viðurkennd söfn. Sjá umsóknareyðublað hér: https://safnarad.eydublod.is/Forms/Form/22-UMS-AUK-UMS UPPLÝSINGAR Eftirtaldir styrkflokkar eru í boði: a) Styrkur til stafrænna kynningarmála Viðurkennd söfn geta í hvert sinn sent inn eina umsókn um styrki í …

Lesa meira

Farskóli FÍSOS 2022 – Fagráðstefna safnafólks

Farskóli FÍSOS 2022 fór fram sl. september í fallegum haustlitum Hallormstaðarskógar. Farskólinn er árleg fagráðstefna safnafólks á Íslandi og í ár var yfirskrift hans Söfn á tímamótum. Vegleg dagskrá var að þessu sinni með afar áhugaverðum fyrirlesurum, spennandi málstofum og skoðunarferðum vítt og breitt um svæðið þar sem fjallað var um fjölbreyttar hliðar safnastarfsins. Safnaráð …

Lesa meira