Farskóli FÍSOS 2025 á Selfossi

Áreiðanleiki, trúverðugleiki og sannindi í íslenskum safnaheimi! Hin árlega fagráðstefna safnafólks Farskólinn var haldinn í 37. sinn á Hótel Selfossi dagana 1. til 3. október 2025. Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) stendur að ráðstefnunni og Farskólastjórar eiga bestu þakkir skilið fyrir fróðlegan og skemmtilegan Farskóla. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir starfsþróun, fræðslu og tengslamyndun …

Safnaráð auglýsir eftir umsóknum í aðalúthlutun safnasjóðs 2026

Opið er fyrir umsóknir til kl. 16.00, fimmtudaginn 20. nóvember 2025 UMSÓKN um styrk til eins árs úr aðalúthlutun safnasjóðs 2026 Viðurkennd söfn geta sótt um styrki til eins árs auk þess sem önnur söfn, höfuðsöfn, safnvísar, setur og sýningar geta sótt um úthlutun úr safnasjóði í samstarfi við viðurkennd söfn, þar sem viðurkennda safnið er ábyrgðaraðili. …

Opið fyrir umsóknir í aukaúthlutun 2025

Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, fimmtudaginn 13. nóvember 2025 Safnaráð minnir á, að opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2025. Umsóknarfrestur er til kl. 16.00, fimmtudaginn 13. nóvember 2025. Í aukaúthlutun safnasjóðs árið 2025 geta viðurkennd söfn sótt um styrki til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða …

Fjórir nýir heiðursfélagar FÍSOS

Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) hefur útnefnt fjóra einstaklinga nafnbótinni heiðursfélagi FÍSOS. Þau eiga öll það sameiginlegt að hafa sinnt safnamálum af miklum metnaði í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í samfélagi safnafólks. Þetta eru þau: Elín S. Sigurðardóttir, Frosti F. Jóhannesson, Guðmundur Ólafsson og Inga Jónsdóttir Texti fenginn af vef FÍSOS Elín S. …

Kvistur 2025

Safnablaðið Kvistur er komið út! Nú er 12. tölublað safnablaðsins Kvists komið út. Í blaðinu má finna fjölbreyttar greinar sem fjalla um faglegt starf safna á Íslandi. Það sem einkennir blaðið í ár eru helst vangaveltur um hlutverk safna í lýðræðisþjóðfélagi á tímum þar sem alþjóðavæðing, skautun og stríð geysa í Evrópu og víðar. Einnig …

Ársskýrsla Safnaráðs 2024

Ársskýrsla safnaráðs 2024 hefur verið birt á vef safnaráðs. Skýrsluna má finna hér.