Farskóli FÍSOS 2025 á Selfossi

Áreiðanleiki, trúverðugleiki og sannindi í íslenskum safnaheimi! Hin árlega fagráðstefna safnafólks Farskólinn var haldinn í 37. sinn á Hótel Selfossi dagana 1. til 3. október 2025. Félag íslenskra safna og safnafólks (FÍSOS) stendur að ráðstefnunni og Farskólastjórar eiga bestu þakkir skilið fyrir fróðlegan og skemmtilegan Farskóla. Ráðstefnan er mikilvægur vettvangur fyrir starfsþróun, fræðslu og tengslamyndun …




