
Menningarráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2025
Úthlutunarboð Safnaráðs fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands föstudaginn 14. febrúar við hátíðlega athöfn að viðstöddum góðum gestum. Logi Einarsson menningarráðherra ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum, alls 217.159.500 krónum úr safnasjóði.
Styrkir til eins árs voru 114 talsins að heildarupphæð 163.259.500 kr. til 47 styrkþega.
Öndvegisstyrkir 2025 – 2027 til viðurkenndra safna voru átta að þessu sinni. Heildarupphæðin er alls 82.300.000 kr. fyrir öll styrkárin og skiptist eftirfarandi: fyrir árið 2025 32.400.000 kr., fyrir árið 2026 31.900.000 kr. og fyrir árið 2027 18.000.000 kr.
Úthlutanir fyrir árin 2026 og 2027 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.
Heildarstyrkveiting
Styrkveitingar til eins árs úr safnasjóði 2025 og fyrir Öndvegisstyrki 2025 – 2027 fyrir 2025 er 195.659.500 kr.
Þegar hafa verið úthlutaðar 21.500.000 kr. fyrir árið 2025 vegna Öndvegisstyrkja fyrri ára, 2023 – 2025 og 2024 – 2026.
Heildarstyrkupphæð aðalúthlutunar 2025 með lofuðum Öndvegisstyrkjum fyrri ára er því 217.159.500 kr.
Í aðalúthlutun safnasjóðs 2025 bárust 159 umsóknir frá 47 umsækjendum, þar af voru 44 viðurkennd söfn og 3 aðrir aðilar.
Safnasjóði bárust 10 Öndvegisumsóknir og var umsóknarupphæð fyrir árið 2025 alls 51.300.000 kr. og fyrir allan styrktímann 2025 – 2027 alls 128.230.000 kr.
Safnasjóði bárust 149 umsóknir til eins árs styrkja frá 47 umsækjendum, 44 viðurkenndum söfnum og 3 félagasamtökum, að heildarupphæð 332.909.606 kr.
Úthlutunarboð Safnaráðs fór fram í beinu framhaldi af ársfundi höfuðsafnanna þriggja; Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands og Náttúruminjasafns Íslands, sem haldinn var í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 14. febrúar frá 14.00 – 16.00.
Hægt er að sjá nánari sundurliðun á styrkhöfum hér.
Ljósmyndari: Sunna Ben